Yfir 52 gráður í Kína

Kínversk yfirvöld hafa gefið út viðvaranir vegna veðursins og búast …
Kínversk yfirvöld hafa gefið út viðvaranir vegna veðursins og búast við „fjölda náttúrulegra hamfara“ í sumar. AFP

Hita­met var slegið í Kína um helg­ina en hiti mæld­ist 52,2 gráður í San­bao-þorpi í norðvest­ur­hluta lands­ins.

Hæstu mæl­ing­ar í land­inu á sama árs­tíma voru áður 50,6 gráður, en slík­ur hiti mæld­ist í júlí árið 2017. Alþjóðlegt hita­met hef­ur þegar verið slegið í júní 2023 og hafa tvær hita­bylgj­ur hafa þegar herjað á Evr­ópu í sum­ar.

Tíðari og öfga­kennd­ari vegna lofts­lags­breyt­inga

San­bao ligg­ur í útjaðri Turp­an-borg­ar, þar sem yf­ir­völd hafa gefið út fyr­ir­mæli til íbúa um að halda sig inn­an­dyra og sent út far­ar­tæki til að úða vatni á göt­ur borg­ar­inn­ar, en yf­ir­borðshiti náði allt að 80 gráðum í sum­um hlut­um borg­ar­inn­ar. 

Fjöl­mörg hita­met hafa nú þegar verið sleg­in á norður­hvel jarðar í sum­ar og ekki er út­lit fyr­ir að hiti taki að lækka. Hita­bylgj­ur geisa um heim all­an, en vís­inda­menn telja þær vera tíðari og öfga­kennd­ari vegna lofts­lags­breyt­inga.  

Kín­versk yf­ir­völd hafa gefið út viðvar­an­ir vegna veðurs­ins og bú­ast við „fjölda nátt­úru­ham­fara“ í sum­ar. 

mbl.is