Það væsir ekki um söngkonuna og Eurovision-stjörnuna Diljá Pétursdóttur sem hefur undanfarna daga notið lífsins í afar verðskulduðu fríi í Portúgal.
Vorið var óneitanlega annasamt hjá Diljá sem var fulltrúi Íslands í Eurovision-söngvakeppninni í Liverpool í maí síðastliðnum.
Það er því ekkert annað í stöðunni en að njóta, en af myndum að dæma hefur Diljá varið ófáum stundum á ströndinni, í sjónum og við sundlaugina. Hún hefur verið dugleg að deila flottum myndum frá fríinu á samfélagsmiðlum, þar á meðal glæsilegum bikinímyndum.