Mikil vatnsnotkun áformuð í fiskeldi

Fiskeldið sem ráðgert er í stöðinni kallar á mikla vatnsnotkun.
Fiskeldið sem ráðgert er í stöðinni kallar á mikla vatnsnotkun.

Skipu­lags­stofn­un álít­ur að setja þurfi skil­yrði um upp­bygg­ingu grunn­vatns­vinnslu og að vinnsla þess úr grunn­vatns­holti Reykja­ness verði byggð upp í áföng­um.

Þetta kem­ur fram í áliti stofn­un­ar­inn­ar um um­hverf­is­mat fram­kvæmda við fisk­eld­is­stöð sem Sam­herji áform­ar að reisa á Reykja­nesi.

Fisk­eldið sem ráðgert er í stöðinni kall­ar á mikla vatns­notk­un. Þannig er gert ráð fyr­ir að notaðir verði allt að 30.000 sek­únd­u­lítr­ar af jarðsjó, 50 sek­únd­u­lítr­ar af ferskvatni og um 3.200 sek­únd­u­lítr­ar af ylsjó frá Reykja­nes­virkj­un sem renn­ur í dag að hluta til ónýtt­ur til sjáv­ar.

Stofn­un­in tel­ur að grunn­vatns­vinnsl­una verði að byggja upp í áföng­um og að áhrif hvers áfanga verði met­in áður en ráðist verði í þann næsta, þannig að tryggt sé að ekki verði haf­ist handa við næstu áfanga fyrr en niður­stöður vökt­un­ar fyrsta áfanga liggi fyr­ir og sýnt þyki að grunn­vatns­geym­ir­inn þoli aukna vinnslu.

Hvorki er tíma­sett hversu snemma megi ráðast í 2. áfanga né 3. áfanga en Skipu­lags­stofn­un tel­ur brýnt að nýt­ing um­fram 1. áfanga verði ekki heim­iluð fyrr en fyr­ir liggi grein­ar­gerð um niður­stöður vökt­un­ar um viðbrögð grunn­vatns­geym­is­ins við nýt­ingu 1. áfanga og sýnt verði fram á að grunn­vatns­geym­ir­inn þoli aukna vinnslu.

Meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag, miðviku­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: