Post Malone er maður orða sinna

Post Malone sat fyrir myndum með Garrett Balenger að loknum …
Post Malone sat fyrir myndum með Garrett Balenger að loknum tónleikum. Samsett mynd

Bandaríski tónlistarmaðurinn Post Malone stóð við loforð sem hann gaf aðdáanda sínum sem þráði fátt heitara en að komast á tónleika með söngvaranum. 

Aðdáandinn ungi, Garrett Balenger, er á batavegi eftir að hafa hlotið alvarlega heilablæðingu í árslok 2022. Systir Balenger deildi sögu bróður síns á samfélagsmiðlinum TikTok og náði myndbandið athygli Malone, sem í framhaldi sendi unga manninum ýmsan varning og birti sjálfur myndband þar sem hann bauð honum og fjölskyldu hans á tónleika um leið og hann sæi sér fært. 

Á mánudag fékk Balenger ósk sína uppfyllta þegar hann sótti tónleika Malone í Buffalo, New York. Hann fékk VIP–aðgangsmiða og myndatöku með stjörnunni að tónleikum loknum. 

TMZ

mbl.is