Bandaríski tónlistarmaðurinn Post Malone stóð við loforð sem hann gaf aðdáanda sínum sem þráði fátt heitara en að komast á tónleika með söngvaranum.
Aðdáandinn ungi, Garrett Balenger, er á batavegi eftir að hafa hlotið alvarlega heilablæðingu í árslok 2022. Systir Balenger deildi sögu bróður síns á samfélagsmiðlinum TikTok og náði myndbandið athygli Malone, sem í framhaldi sendi unga manninum ýmsan varning og birti sjálfur myndband þar sem hann bauð honum og fjölskyldu hans á tónleika um leið og hann sæi sér fært.
Á mánudag fékk Balenger ósk sína uppfyllta þegar hann sótti tónleika Malone í Buffalo, New York. Hann fékk VIP–aðgangsmiða og myndatöku með stjörnunni að tónleikum loknum.
@taylortheteacher0131 Please get @postmalone to see this!! I know what tiktok can do 💕 #fyp #foryou #foryoupage #foryourpage #postmalone #posty #poweroftiktok #BigInkEnergy #SplashSummerVibe ♬ Cooped Up - Post Malone