Thierry Breton, framkvæmdastjóri markaðsdeildar Evrópusambandsins, hvetur samfélagsmiðilinn TikTok til þess að flýta fyrir innleiðingu nýrrar lagasetningar um skaðlegt efni á miðlum.
Lög um stafræna miðlun (DSA) miða að því að tæknifyrirtæki verði að fjarlægja skaðlegt efni af vefsíðum sínum.
DSA er seinni liður í aðgerð sambandsins til að koma á reglum yfir vefmiðla. Listinn yfir bannað efni spannar allt frá hatursorðræðu, vísvitandi rangfærslum til barnakláms. Lögin eiga að taka gildi í næsta mánuði.
Í gær framkvæmdi TikTok svokallað „álagspróf“ á kerfunum sínum til þess að sjá hvort samfélagsmiðillinn gæti hlítt nýju lögunum. Í kjölfar prófsins hringdi Breton í Shou Zi Crew, forstjóra TikTok, til þess að spyrja hvernig fór og varaði hann við: „Nú er tími til að hlýða alveg.“
Í júní sendi Breton svipuð skilboð til samfélagsmiðilsins Twitter, sem framkvæmdi einnig slíkt „álagspróf“ til að athuga hvort miðilinn gæti fjarlægt það efni sem grunað er um að vera óheimilt á Twitter.
DSA-lög Evrópusambandsins urðu að lögum í nóvember. 19 stærstu tæknifyrirtæki heims, þar á meðal Amazon, Apple, Google, Meta og Microsoft hafa þar til 25. ágúst til þess að innleiða lögin.