Tilkynna vísbendingar um vaxandi stofn humars

Jón Arnar Hinriksson stýrimaður við myndavélasleðann sem notaður er þegar …
Jón Arnar Hinriksson stýrimaður við myndavélasleðann sem notaður er þegar teknar eru myndir af humarholum á hafsbotni. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Vís­bend­ing­ar eru um að stofn­stærð humars hef­ur tekið að vaxa og að mat vís­inda­manna á stofn­stærðinni auk­ist. Þetta kem­ur fram á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, en þar er fjallað um sjö­unda humar­leiðang­ur stofn­un­ar­inn­ar sem fram fór 6. til 15. júní.

Stofn­stærð humars er met­in út frá humar­holu­fjölda sem er myndaður með neðan­sjáv­ar­mynda­vél­um. Fram kem­ur að niður­stöður leiðang­urs­ins verða kynnt­ar í haust þegar búið er að fara yfir allt mynd­efni sem safnað var en að „fyrsta yf­ir­ferð bend­ir til þess að aukn­ing verði frá síðasta mati.“

Þá seg­ir að leiðang­ur­inn hafi gengið vel „en gæta þurfti veðurs við mynda­tök­una þar sem vind­hraði og til­svar­andi sjó­lag mega helst ekki fara yfir 10 metra á sek­úndu. Leiðang­ur­inn fór fram um borð í rann­sókn­ar­skipi Hafranna­sókna­stofn­un­ar Bjarna Sæ­munds­syni HF 30. Leiðang­urs­stjóri var Jón­as Páll Jónas­son og skip­stjóri Magnús Ar­in­bjarn­ar­son.“

Stöðvar í humarleiðangri, rauðir punktar eru myndavélastöðvar, bláir háfsýni, og …
Stöðvar í humar­leiðangri, rauðir punkt­ar eru mynda­véla­stöðvar, blá­ir háf­sýni, og svart­ir tog­stöðvar. Humarsvæði áætluð út frá VMS gögn­um flot­ans eru sýnd græn auk 100 og 200 metra dýpt­ar­línu. Kort/​Haf­rann­sókna­stofn­un

Alls var myndað á 89 stöðvum á hum­ar­bleiðum frá Jök­ul­dýpi í vestri til Lóns­dýp­is í austri. Þegar humar­hol­ur voru tald­ar síðast, árið 2021 var fjöldi þeirra met­in tæp­ar 435 millljón­ir og var mesti þétt­leiki þeirra í Breiðamerk­ur- og Lóns­djúp­um, um 0,09 humar­hol­ur á hvern fer­meter. Um 600 millj­ón hol­ur voru tald­ar á ár­un­um 2016 til 2017. Taln­ing á hol­um hófst þegar stofn­inn hafði náð mik­illi lægð sök­um nýliðun­ar­brests.

Togað var á 17 stöðvum til að safna upp­lýs­ing­um um stærðarsam­setn­ingu og kynþroska. Al­mennt veidd­ist lítið af humri og voru flest­ir humr­arn­ir stór­ir, en þekkt er að þegar humar­veiði er dræm veiðast ein­kunn stærri dýr. Í leiðangr­in­um voru tek­in háf­sýni á 26 stöðvum til að fá upp­lýs­ing­ar um magn humarl­irfa og sam­setn­ingu dýra­svifs á svæðinu, að því er seg­ir á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

mbl.is