Nýja eiginkonan 38 árum yngri

Emma Krokdal var aðeins 19 ára gömul þegar parið tók …
Emma Krokdal var aðeins 19 ára gömul þegar parið tók saman árið 2015. Samsett mynd

Sænski leik­ar­inn Dolph Lund­gren og unn­usta hans, einkaþjálf­ar­inn Emma Krok­dal, eru form­lega orðin hjón. Parið gifti sig á heim­ili sínu á grísku eyj­unni My­konos en at­höfn­in fór fram með lág­stemmd­um hætti og voru aðeins vin­ir og vanda­menn viðstadd­ir. Þetta er annað hjóna­band Lund­grens, en 38 ár aðskilja Lund­gren og Krok­dal. 

Lund­gren, 65 ára, gift­ist hinni 27 ára gömlu Emmu Krok­dal á Grikklandi hinn 13. júlí síðastliðinn. „Við ákváðum að fagna ást­inni með því að gifta okk­ur á heim­ili okk­ar í My­konos, um­vaf­in fjöl­skyldu og nokkr­um nán­um vin­um,“ sagði parið í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu við People.

Lund­gren og Krok­dal byrjuðu sam­an árið 2015 þegar Krok­dal var aðeins 19 ára. Sama ár greind­ist leik­ar­inn með krabba­mein í nýr­um. Lund­gren náði tíma­bundn­um bata en ör­fá­um árum síðar tók krabba­meinið sig upp aft­ur og hafði þá dreift sér í lifr­ina. Krok­dal hef­ur verið með hon­um í bar­átt­unni og staðið við hlið hans.

Leik­ar­inn var áður gift­ur Anette Qvi­berg og á með henni tvær dæt­ur, Idu Sigrid og Gretu Evel­ine. Ida Sigrid er fædd sama ár og Krok­dal.

View this post on In­sta­gram

A post shared by EMMA KROK­DAL (@emmakrok­dal)

View this post on In­sta­gram

A post shared by EMMA KROK­DAL (@emmakrok­dal)

View this post on In­sta­gram

A post shared by EMMA KROK­DAL (@emmakrok­dal)

mbl.is