Ráð til að verjast mesta hitanum í fríinu

Gott er að kæla sig niður í vatni og skugga …
Gott er að kæla sig niður í vatni og skugga eins og þessir hópur gerir í Kaíró í Egyptalandi. AFP/Khaled Desouki

Hita­bylgj­ur leggj­ast yfir heims­byggðina alla um þess­ar mund­ir og eru hita­met sleg­in nán­ast á hverj­um ein­asta degi.

Ferðavef­ur­inn tók sam­an nokk­ur ráð um hvernig á að verj­ast mesta hit­an­um, fyr­ir þau sem eru á far­alds­fæti í sum­ar­frí­inu.

  1. Drekkið nóg af vatni og tak­markið áfeng­isneyslu: Öll vita mik­il­vægi þess að drekka nóg af vatni en auðvelt er að gleyma að hafa vatns­flösk­una með þegar haldið er í frí. Á þess­um síðustu og verstu er ein­stak­lega mik­il­vægt að muna eft­ir því að drekka nóg af vökva og viðhalda blóðsykr­in­um. Einnig er gott að hafa við hönd­ina drykki sem inni­halda raf­sölt, steinefni eins og sölt og magnesí­um, sem eru nauðsyn­leg raf­virkni lík­am­ans. Þó að það sé freist­andi að skella í sig nokkr­um kokteil­um í frí­inu er mik­il­vægt að muna að áfengi veld­ur vökv­atapi og því er skyn­sam­legt að tak­marka áfeng­isneysl­una í mikl­um hita, að minnsta kosti drekka nóg af vatni með.

  2. Hafið dregið fyr­ir þegar þið eruð inni: Þó til­hneig­ing­in hjá mörg­um sé að opna glugga meðan á hita­bylgju stend­ur, mun það ein­göngu þjóna þeim til­gangi að hleypa hit­an­um inn. Betra er að draga glugga­tjöld fyr­ir í gist­i­rým­inu til að halda heitu loft­inu og sól­inni úti. 

  3. Takið ykk­ur „siestu“: Það er ástæða fyr­ir því að íbú­ar við Miðjarðar­hafið taka siest­una sína jafn al­var­lega og þeir gera. Ef þið skipu­leggið fríið þannig að þið forðist mesta hit­ann er lík­legra að fríið verði ánægju­legra. Gott er að byrja fyrr á dag­inn og skipu­leggja skoðun­ar­ferðir á morgn­ana. Yfir heit­asta tíma dags­ins er til­valið að fara aft­ur þangað sem þið gistið, kveikja á loft­kæl­ing­unni og fá sér lúr. Ef gisti­staður­inn býr ekki yfir loft­kæl­ingu eru önn­ur ráð í boði, eins og að bleyta upp í hand­klæði eða nota fryst­inn til að kæla kodd­ann.
  4. Farið í kalda sturtu eða bað: Kalt vatn lækk­ar lík­ams­hit­ann fljótt og því er gott að fara í kalda sturtu ef hit­inn er óbæri­leg­ur. Þetta er sér­stak­lega mik­il­vægt ef ykk­ur grun­ar að þið sjálf eða ein­hver í kring­um ykk­ur sé að fá sól­sting. Mik­il­vægt er þó að hringja eft­ir lækn­is­hjálp ef þörf kref­ur.

  5. Veljið föt­in vand­lega: Forðastu föt í dökk­um lit­um sem drekka í sig hita og vertu viss um að vera með sól­hatt eða der­húfu. Bóm­ullarfatnaður og hörfatnaður í víðari kant­in­um og ljós­um lit­um held­ur ykk­ur svöl­um og kem­ur í veg fyr­ir sól­bruna.

  6. Fylg­ist með mæl­ing­um á út­fjólu­blá­um geisl­um: Í flest­um snjallsím­um er inn­byggt veður­for­rit þar sem auðvelt er að fylgj­ast með hita­stigi og út­fjólu­blárri geisl­un frá sól­inni. Hjálp­ar þetta ykk­ur að taka upp­lýst­ar ákv­arðanir um hvenær á að forðast sól­ar­ljósið.

  7. Haldið ykk­ur í skugg­an­um yfir heit­asta tím­ann: Best er að halda sig inn­an­dyra yfir heit­asta tíma dags­ins, en ef það er ekki mögu­leiki er gott að nýta sól­hlíf­ar til að forðast mestu sól­ina, hvort sem þið eruð á göngu eða kyrr­stæð. Hægt er að fara á söfn þar sem loftræst­ingu er að finna. Þá sláið þið tvær flug­ur í einu höggi, skýlið ykk­ur frá hit­an­um og upp­lifið menn­ingu lands­ins sem þið heim­sækið.
mbl.is