Segir algjörlega afleitt að stöðva veiðar

Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, harmar að strandveiðum …
Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, harmar að strandveiðum séu ekki tryggðar veiðar í fjóra mánuði eins og til stóð þegar kerfinu var komið á. mbl.is/Hari

Stöðvun strand­veiða hef­ur haft veru­leg áhrif á fram­boð hrá­efn­is á fisk­mörkuðum lands­ins og þar með haft nei­kvæðar af­leiðing­ar fyr­ir rekstr­ar­skil­yrði fisk­vinnslu­fyr­ir­tækja sem ekki reka eig­in út­gerð. Þetta seg­ir Arn­ar Atla­son, formaður Sam­taka fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda.

„Sum­arið er tími fisk­vinnslu og þess vegna er þetta al­gjör­lega af­leitt. Það er mjög áber­andi og mik­il eft­ir­spurn eft­ir fiski á okk­ar viðskipta­mörkuðum. Okk­ar afstaða hef­ur verið mjög skýr varðandi strand­veiðarn­ar, þær hafa haft gríðarlega já­kvæð áhrif á hrá­efn­is­fram­boð að sumri til þegar mörg stærri fyr­ir­tæki eru lokuð,“ út­skýr­ir Arn­ar.

Stöðvun strandveiða var mótmælt síðastliðna helgi.
Stöðvun strand­veiða var mót­mælt síðastliðna helgi. Ljós­mynd/​Aðsend

Strand­veiðarn­ar voru stöðvaðar 12. júlí síðastliðinn eft­ir að afla­heim­ild­irn­ar sem veiðunum voru ætlaðar kláruðust. Frá og með þeim degi fram að 18. júlí voru aðeins seld 34,5 tonn af slægðum þorski á fisk­mörkuðum, en á sama tíma­bili í fyrra voru seld 907,6 tonn og 742,9 tonn árið 2021.

Arn­ar sak­ar stjórn­völd um að hafa brugðist skyldu sína til að tryggja fjög­urra mánaða strand­veiðitíma­bil.

Hef­ur þetta kallað á upp­sagn­ir? „Ég held að þetta hafi fyrst og fremst bein áhrif á af­komu þess­ara fyr­ir­tækja, þau geta ekki hrist af sér starfs­fólk bara si svona. Fyr­ir­tæk­in biðu og vonuðu að það yrði bætt við strand­veiðikvót­ann, marg­ir voru þeirr­ar skoðunar að að ósekju hefði það verið hægt þó ráðherra starfi eft­ir gild­andi lög­um.“

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag, fimmtu­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: