Tanja Ýr nýtur lífsins á grískri „leynieyju“

Tanja Ýr Ástþórsdóttir er stödd á grísku eyjunni Symi.
Tanja Ýr Ástþórsdóttir er stödd á grísku eyjunni Symi. Samsett mynd

Tanja Ýr Ástþórsdóttir, áhrifavaldur og eigandi Glamista Hair, er stödd í töfrandi fríi á eyjunni Symi á Grikklandi.

Flestir kannast við grískar eyjar á borð við Míkonos, Santorini og Corfu sem fyllast af ferðamönnum á sumrin. Symi er hins vegar ein af grísku eyjunum sem fáir hafa heyrt um.

Symi er agnarsmá en afar sjarmerandi eyja, en það tekur um klukkustund að sigla þangað frá Rhodes. Eyjan státar af fallegu landslagi, litríkum húsum og merkilegum minjum. 

Tanja hefur verið dugleg að deila ævintýralegu efni frá fríinu sínu á samfélagsmiðlum og virðist vera að njóta lífsins í botn. Hún hefur meðal annars farið á ströndina, svamlað í sjónum og skoðað sig um borgina. 

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

mbl.is