Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Arna Dögg Einarsdóttir læknir hafa verið saman í 25 ár.
„Í dag – nákvæmlega upp á dag – eru 25 ár síðan við Arna kysstumst, horfumst djúpt í augu og eiginlega ákváðum strax að eða ævinni saman,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína.
Greinir Dagur frá því að hann hafi þá spurt Örnu „hvað eigum við að eignast mörg börn?“.
„Það er ekkert sjálfsagt eða eðlilegt við að vera svo gæfusamur. Enda er þakklæti og ást yfirgnæfandi tilfinning þegar ég hugsa um þetta,“ skrifar Dagur.
Smartland óskar þeim innilega til hamingju með ástina!
Í dag - nákvæmlega upp á dag - eru 25 ár síðan við Arna kysstumst, horfumst djúpt í augu og eiginlega ákváðum strax að...
Posted by Dagur B. Eggertsson on Sunnudagur, 23. júlí 2023