Nám sem opnar ungu fólki dyr

Að loknu stúdentsprófi var Guðdís ekki viss um hvað hún …
Að loknu stúdentsprófi var Guðdís ekki viss um hvað hún vildi leggja fyrir sig. Hún fann á endanum að sjávarútvegurinn togaði sterkt í hana. Ljósmynd/Aðsend

Á til­tölu­lega skömm­um tíma hef­ur orðið greini­leg breyt­ing á viðhorfi ungra Íslend­inga í garð starfa í sjáv­ar­út­vegi. Er mikið sótt í sjáv­ar­út­veg­stengt nám og hef­ur unga fólkið komið auga á að grein­in býður upp á fjölda áhuga­verðra tæki­færa.

Meðal þeirra sem hafa ákveðið að finna hæfi­leik­um sín­um far­veg í sjáv­ar­út­veg­in­um er Guðdís Benný Ei­ríks­dótt­ir en hún á eft­ir einn vet­ur í BS námi í sjáv­ar­út­vegs­fræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og er al­veg sér­stak­lega áhuga­söm um lax­eldi.

„Ég lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Eg­ils­stöðum árið 2016 og vissi ekk­ert hvert ég vildi stefna. Mig langaði að kanna lífið og þreifa fyr­ir mér, og tók að mér hin ýmsu störf, og hug­kvæmd­ist loks að prófa að vera eina vertíð í frysti­hús­inu. Fannst mér það svo skemmti­legt að ég endaði á að vinna þar í þrjú ár,“ seg­ir Guðdís í síðasta blaði 200 mílna.

Guðdís Eiríksdóttir segir sjávarútvegsfræðinámið spanna vítt svið, allt frá bóklegum …
Guðdís Ei­ríks­dótt­ir seg­ir sjáv­ar­út­vegs­fræðinámið spanna vítt svið, allt frá bók­leg­um viðskipta­fög­um yfir í raun­grein­ar.

Í frysti­hús­inu sinnti Guðdís ýms­um verk­efn­um og var á end­an­um orðin full­fær á alla vinnsl­una. Þaðan færði Guðdís sig yfir í starf hjá lax­eld­is­stöð og fólst vinn­an í dag­legu eft­ir­liti með kví­um í Reyðarf­irði. 

Þegar hér var komið sögu var Guðdís orðin áhuga­söm um að sækja sér sjáv­ar­út­veg­stengda mennt­un og meðfram vinn­unni hjá lax­eld­is­stöðinni stundaði hún nám í fisk­eld­is­fræði hjá Há­skól­an­um á Hól­um. Lauk hún diplóma­gráðu þaðan árið 2021. „Ég vildi mennta mig enn frek­ar og tók stefn­una á námið við Há­skól­ann á Akreyri. Mig langaði ekki að læra viðskipta­fræði en sá þó gildi þess að velja nám með sterka viðskipta­fræðilega teng­ingu og varð sjáv­ar­út­vegs­fræði fyr­ir val­inu – og smellpassaði við það sem ég var búin að gera.“

Lesa má viðtalið allt í 200 míl­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: