Ferðamenn flýja gróðurelda með ferðatöskur í eftirdragi

Ferðamenn þurftu að yfirgefa Ródos í gær.
Ferðamenn þurftu að yfirgefa Ródos í gær. AFP

Ferðamenn á grísku eyj­unni Ródos voru á flótta í gær vegna skógar­elda sem þar geisa. 

„Við hlup­um á strönd­ina með ferðatösk­urn­ar,“ seg­ir þýski ferðamaður­inn Oxana Neb í sam­tali við frétta­stofu AFP. Þúsund­ir hafa þurft að flýja eyj­una vegna skógar­elda og eru ferðamenn þar eng­in und­an­tekn­ing. 

Þýski ferðamaður­inn Lena Schw­arz, sem þurfti að fara aft­ur til Þýska­lands vegna eld­anna, kallaði aðstæðurn­ar „hel­víti á jörðu“.

„Við hlup­um tíu kíló­metra með all­an far­ang­ur­inn okk­ar til þess að flýja eld­ana,“ seg­ir hún við AFP en á sama tíma mæld­ist hiti á eyj­unni 42 stig.

Örtröð á flug­vell­in­um

Um 30.000 manns þurftu að yf­ir­gefa Ródos um helg­ina vegna skógar­eld­anna sem geisa á há­anna­tíma ferðamennsku. 16.000 voru flutt­ir af al­manna­vörn­um á landi, 3.000 fóru sjó­leiðina en aðrir komust burt á eig­in veg­um. 

Mik­il ör­tröð myndaðist á flug­vell­in­um í Ródos og varð rösk­un á flugi. Dæmi voru um að fólk gisti á vell­in­um að sögn ferðamanna á staðnum. Ródos er vin­sæll ferðamannastaður sem um 2,5 millj­ón­ir sækja heim ár­lega.

Nokkrar skemmdir hafa orðið í skógareldunum í Ródos.
Nokkr­ar skemmd­ir hafa orðið í skógar­eld­un­um í Ródos. AFP
Ferðamenn bíða á vellinum í Ródos.
Ferðamenn bíða á vell­in­um í Ródos. AFP
Skógareldar geisa á grísku eyjunni Ródos.
Skógar­eld­ar geisa á grísku eyj­unni Ródos. AFP
mbl.is