Rýma grískar eyjar vegna skógarelda

00:00
00:00

Brott­flutn­ing­ur um 2.500 manna frá grísku eyj­unni Korfú yfir á meg­in­landið hafa staðið yfir frá því í gær­kvöldi og fram á morg­un, en slökkvilið berst nú við skógar­elda sem geisa víða á eyj­unni.

Grísk yf­ir­völd segja enga hættu steðja að byggð á eyj­unni að svo stöddu en segja rým­ing­una varúðarráðstöf­un eft­ir að rýma þurfti tugi þúsunda manna af ná­granna­eyj­unni Ródos um helg­ina. Eld­arn­ir tengj­ast óbæri­legri hita­bylgju sem herj­ar á Grikk­land og víðar í Suður-Evr­ópu.

45 gráður um helg­ina

Ótta­slegn­ir ferðamenn eru meðal þeirra sem flýja eyj­urn­ar sem báðar eru vin­sæl­ir ferðamannastaðir, en í fyrra heim­sóttu um 2,5 millj­ón­ir eyj­una Ródos. Mörg flug­fé­lög hafa stöðvað flug til eyj­unn­ar, en hafa aðstoðað við að rýma hana. Marg­ir ferðamenn og heima­menn þurftu að gista í skól­um og íþrótta­höll­um Ródos yfir helg­ina vegna eld­anna.

Grikk­land, líkt og önn­ur lönd við Miðjarðar­hafið, hef­ur staðið frammi fyr­ir einni lengstu hita­bylgju síðari ára og náði hit­inn 45 gráðum um helg­ina. Bú­ist er við því að hit­inn lækki tíma­bundið niður í 37 gráður í höfuðborg­inni Aþenu, en muni fljót­lega hækka á ný.

Grísk yfirvöld hafa þurft að rýma eyjurnar Ródos og Korfú …
Grísk yf­ir­völd hafa þurft að rýma eyj­urn­ar Ródos og Korfú að hluta til vegna skógar­elda. AFP
Ferðamenn og sumir heimamenn gistu í skólum og íþróttahöllum vegna …
Ferðamenn og sum­ir heima­menn gistu í skól­um og íþrótta­höll­um vegna eld­anna. AFP
mbl.is