Thunberg viðurkennir að hafa óhlýðnast lögreglu

Greta Thunberg. Hún er ákærð fyrir að óhlýðnast lögreglunni á …
Greta Thunberg. Hún er ákærð fyrir að óhlýðnast lögreglunni á loftlagsmótmælum í Malmö í júní. AFP

Loft­lagsaðgerðasinn­inn Greta Thun­berg viður­kenndi fyr­ir dómi í dag að hún hafi óhlýðnast lög­reglu á mót­mæla­fundi í Mal­mö í síðasta mánuði en neit­ar al­farið að hafa brotið lög.

Thun­berg var fyrr í mánuðinum ákærð fyr­ir að óhlýðnast lög­regl­unni á lofts­lags­mót­mæl­um í Mal­mö í júní. 

Greta Thunberg var handtekin í júní.
Greta Thun­berg var hand­tek­in í júní. AFP/​Joh­an Nils­son

„Ég hlýddi ekki“

„Það er rétt að ég var á þess­um stað á um­rædd­um tíma og að er rétt að ég fékk fyr­ir­mæli sem ég hlýddi ekki. En ég neita því að hafa brotið lög,“ sagði hún fyr­ir héraðsdómi í Mal­mö þegar hún var spurð út í sak­ir sem á hana eru born­ar.

Sagði Thun­berg að aðgerðir henn­ar hefðu verið nauðsyn­leg­ar vegna ham­fara­hlýn­un­ar.

Mót­mæl­in sem Thun­berg tók þátt í voru á veg­um um­hverf­is­vernd­ar­sam­tak­anna „Ta til­baka framti­den“, sem má út­leggja á ís­lensku sem „end­ur­heimt­um framtíðina“. Var ætl­un mót­mæl­enda að loka inn- og út­göngu­leið að höfn­inni í Mal­mö og mót­mæla þannig notk­un jarðefna­eldsneyt­is. 

mbl.is