Tunnudreifing hafin í miðborginni

Tvískipt tunna fyrir matarleifar og blandaðan úrgang.
Tvískipt tunna fyrir matarleifar og blandaðan úrgang. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Byrjað er að dreifa nýj­um tunn­um fyr­ir sorp­hirðu í miðborg Reykja­vík­ur. Tunn­um er út­hlutað sam­kvæmt gerð hús­næðis og fjölda íbúa.

Í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg seg­ir að dreif­ing­in hefj­ist í dag næst Alþingi, eft­ir það verður farið í Stræti, Stíga, Göt­ur og Vegi. Áætlað er að dreif­ing í miðborg­inni taki um tvær vik­ur.

Bú­ast má við að loka þurfi stök­um göt­um þar sem þrengsli eru mik­il meðan á tunnu­skipt­um stend­ur.

Þá fá Hlíðar næst nýj­ar tunn­ur í júlí og ág­úst, Laug­ar­dal­ur í ág­úst og Háa­leiti-Bú­staðir í sept­em­ber.

Útskipt­un­um ljúki inn­an eins dags

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að meg­in­mark­miðið sé að fjölga tunn­um hjá íbú­um eins lítið og hægt er. Tunn­um fjölg­ar þar sem ekki voru end­ur­vinnsluílát fyr­ir. Að lág­marki er hægt að hafa tvær tví­skipt­ar tunn­ur í sér­býli með þrem­ur eða færri íbú­um.

Þá fá öll heim­ili jafn­framt körfu og bréf­poka und­ir mat­ar­leif­ar sem dreift er sam­hliða tunnu­skipt­un­um.

Nokkr­ir vinnu­flokk­ar koma að verk­inu. Tveir flokk­ar dreifa sam­hliða nýj­um tunn­um, körf­um og bréf­pok­um. Því næst eru gömlu tunn­urn­ar tekn­ar til baka og síðast kem­ur teymi sem merk­ir eldri tunn­ur með nýj­um sam­ræmd­um flokk­un­ar­merk­ing­um.

Miðað er við að út­skipt­un­um ljúki inn­an eins dags fyr­ir hvert heim­ili. 

mbl.is