„Við erum að upplifa martröð“

00:00
00:00

Þegar kirkju­klukk­urn­ar á grísku eyj­unni Ródos byrjuðu að hljóma í morg­un, til þess að vara íbúa við skógar­eld­um, var Gi­orgos Latos að drekka morgunkaffið. „Allt í einu sá ég eld,“ sagði hinn 83 ára gamli Latos í viðtali við AFP-frétta­veit­una. 

Um 30 þúsund manns hafa þurft að yf­ir­gefa eyj­una á síðustu dög­um vegna eld­anna. Yf­ir­völd telja að um sé að ræða um­fangs­mestu rým­ingu í sögu Grikk­lands vegna skógar­elda. 

Latos var ber að ofan er hann reyndi að flýja heim­ilið sitt á bíln­um sín­um. Eld­arn­ir neyddu hann hins veg­ar til að snúa við. Latos var að lok­um flutt­ur á ör­ugg­an stað af slökkviliðsmönn­um og þurfti því að yf­ir­gefa bíl­inn. 

Flug­völl­ur­inn yf­ir­full­ur 

„Við erum að upp­lifa mar­tröð... Ég er hrædd um hvað verður um þorpið okk­ar,“ sagði Eleni Dia­kogi­anni við AFP en hún býr í sama þorpi og Latos. 

Slökkviliðsmenn bönnuðu henni að reyna aðstoða við að bjarga heim­ili sínu.

Um 2,5 millj­ón­ir ferðamanna heim­sóttu Ródos í fyrra. Marg­ir ferðamenn eru nú að reyna að yf­ir­gefa eyj­una og er flug­völl­ur henn­ar því yf­ir­full­ur af fólki. 

mbl.is