Ástin virðist blómstra hjá handboltastjörnunni Loga Geirssyni og frumkvöðlinum Ingu Tinnu Sigurðardóttur, en þau eru sögð vera nýtt par.
Logi er fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og einkaþjálfari á meðan Inga Tinna er stofnandi og framkvæmdastjóri Dineout.
Það var Vísir sem greindi fyrst frá og er parið sagt hafa verið að stinga saman nefjum í þó nokkurn tíma.
Smartland óskar parinu til hamingju með ástina!