Lokuðu flugvellinum vegna skógarelda á Sikiley

00:00
00:00

Skógar­eld­ar geisa nú á Sikiley, en gríðarleg­ur hiti hef­ur mælst á suður­hluta Ítal­íu. Í gær mæld­ust 47 gráður í borg­inni Cat­ania á Sikiley.

Vegna skógar­eld­anna þurfti að loka flug­vell­in­um í Pal­ermo á Sikiley í nokkra klukku­tíma í morg­un. Þá hafa einnig verið mikl­ar trufl­an­ir á lest­ar­sam­göng­um.

Síðustu daga hafa sömu­leiðis mikl­ir skógar­eld­ar geisað á grísku eyj­un­um Ródos og Korfú.

Í spil­ar­an­um hér að ofan má sjá mynd­skeið af slökkviliðsmönn­um berj­ast við að slökkva eld­ana á Sikiley.

mbl.is