Skip Brims landað mestum makrílafla

Venus NS hefur landað mestum makrílafla á vertíðinni og hafa …
Venus NS hefur landað mestum makrílafla á vertíðinni og hafa skip BRims samanlagt landað tæplega níu þúsund tonnum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Íslensku upp­sjáv­ar­skip­in hafa landað 40.614 tonn­um af mak­ríl á vertíðinni en eft­ir eru 103.180 tonn af út­hlutuðum veiðiheim­ild­um. Skip­in eru nú á veiðum rétt aust­ur af land­inu inn­an ís­lenskr­ar lög­sögu.

Ven­us NS hef­ur landað mest­um mak­rílafla, alls 4.506 tonn­um. Á eft­ir fylg­ir Vil­helm Þor­steins­son EA með 3.848 tonn, Vík­ing­ur AK með tæp 2.846 tonn og svo Börk­ur NK með 2.826 tonn. Beit­ir NK er með fimmta mesta afla það sem af er vertíð eða 2.627 tonn.

Tekið skal fram að upp­sjáv­ar­skip­in veiða flest í sam­starfi við önn­ur skip og get­ur því afla verið dælt milli skipa sem skipt­ast á að landa.

Ef itið er til fyr­ir­tækja hafa skip Brims landað mest­um afla það sem af er vertíð, alls 8.959 tonn­um. Skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar hafa landað næst­mest­um afla og er sam­an­lagður mak­rílafli þeirra nú 7.238 tonn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: