Krafinn svara um hvalveiðibann

Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.
Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Samsett mynd

Umboðsmaður Alþing­is kref­ur mat­vælaráðherra svara við ýms­um spurn­ing­um varðandi hval­veiðibann sem sett var með reglu­gerð 20. júní sl. Hann bend­ir þar á að stjórn­völd geti ekki tekið ákvörðun, sem í eðli sínu er stjórn­valdsákvörðun, í formi al­mennra stjórn­valds­fyr­ir­mæla og þannig kom­ist hjá því að fylgja þeim málsmeðferðarregl­um sem stjórn­sýslu­lög mæla fyr­ir um.

Vís­ar hann til minn­is­blaðs skrif­stofu sjálf­bærni í aðdrag­anda reglu­gerðar­setn­ing­ar­inn­ar sem legg­ur til að sam­ráð verði haft við Hval hf. áður en til reglu­gerðar­setn­ing­ar um veiðar á langreyði komi, enda varði hún hags­muni fyr­ir­tæk­is­ins. Óskað er eft­ir af­stöðu ráðherra til sjón­ar­miðs Hvals hf. um að reglu­gerðin sé íþyngj­andi stjórn­valdsákvörðun sem hefði átt að fylgja fyr­ir­mæl­um stjórn­sýslu­laga og hvort það sam­ræm­ist óskráðum regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar um að gefa ekki kost á and­mæl­um.

Umboðsmaður bend­ir á að at­vinnu­starf­semi sam­kvæmt op­in­beru leyfi eins og hval­veiðar kunni að skapa rétt­mæt­ar vænt­ing­ar leyf­is­hafa til að halda áfram starf­semi sinni á meðan hann upp­fyll­ir sett skil­yrði. Einnig að fjár­hags­leg­ir hags­mun­ir sem veiðunum teng­ist kunni að njóta vernd­ar eign­ar­rétt­ar­á­kvæðis stjórn­ar­skrár­inn­ar. Minnt er á álit skrif­stofu sjálf­bærni í ráðuneyt­inu um að huga beri að því að reglu­setn­ing um veiðar á langreyði hafi ekki í för með sér óhæfi­lega rösk­un á starf­semi Hvals hf. og ósk­ar umboðsmaður upp­lýs­inga um með hvaða hætti mat hafi verið lagt á þá rösk­un hags­muna sem leiða myndi af hval­veiðibann­inu.

„Það má greina ákveðinn þunga í fyr­ir­spurn umboðsmanns og það er at­hygl­is­vert hve mörg atriði máls­ins á að taka til skoðunar,“ sagði Stefán A. Svens­son hæsta­rétt­ar­lögmaður, en hann gæt­ir hags­muna Hvals hf. í mál­inu. „Ef niðurstaðan verður sú að ákvörðun ráðuneyt­is­ins bygg­ist ekki á lög­leg­um grunni, þá er ljóst að all­ar aðrar aðgerðir ráðuneyt­is­ins í mál­inu kunna að kom­ast í ákveðið lög­fræðilegt upp­nám,“ seg­ir Stefán.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina