Safnar fyrir heimkomu villikattarins sem enginn vildi

Hér má sjá hvernig Fehér var eftir að hafa dvalið …
Hér má sjá hvernig Fehér var eftir að hafa dvalið á götum Búdapest og hvernig hann er nú með eiganda sínum, henni Auðnu. Ljósmynd/Aðsend

Dýra­lækna­nem­inn Auðna Hjarðar safn­ar nú fyr­ir heim­komu ung­verska katt­ar­ins Fehér sem hún hef­ur verið með í fóstri í tvö ár. Fehér og Auðna hafa gengið í gegn­um ým­is­legt sam­an á þess­um tíma og ekk­ert heim­ili hef­ur fund­ist fyr­ir Fehér í Ung­verjalandi og brá hún því á það ráð að taka hann með sér heim til Íslands.

Talið er að Fehér sé átta ára gam­all en hon­um var bjargað af göt­um Búdapest af sjálf­boðasam­tök­um. Auðna seg­ir sam­tök­in bjarga fjölda hunda og katta á hverju ári en Fehér sé fjórði kött­ur­inn sem hún fóstri en sé sá eini sem hafi ekki fundið heim­ili þrátt fyr­ir að vera al­gjör ljúf­ling­ur.

„Hon­um er bjargað fyr­ir tveim­ur árum af göt­unni. Þá er hann alþak­inn í flóm, hann er með eyrna­mítla og eyr­un voru mjög illa far­inn af mítl­um,“ seg­ir Auðna í sam­tali við mbl.is.

Hún seg­ir al­gengt að hvít­ir villikett­ir eins og Fehér fái krakka­mein í eyr­un því þeir eru svo mikið í sól­inni, en svo var ekki í til­felli Fehér.

Auðna fékk Fehér svo til sín stuttu eft­ir að búið var að bjarga hon­um og var hann al­gjör villikött­ur, að sögn Auðnu. Það hafi ekki verið hægt að koma ná­lægt hon­um.

All­ar tenn­ur rotn­ar nema þrjár 

Stuttu eft­ir komu Fehér til Auðnu þurfti að fara með hann til dýra­lækn­is og kom þá í ljós að all­ar nema þrjár af tönn­un­um hans voru að rotna uppi í hon­um.

„Hann fann svona rosa­lega mikið til út af því, eðli­lega, að þegar þær voru tekn­ar þá bara breytt­ist hann. Hann var al­veg nýr kött­ur.“

Auðna segir Fehér mjög ljúfann.
Auðna seg­ir Fehér mjög ljúf­ann. Ljós­mynd/​Aðsend

Það varð þó ekki sein­asta dýra­lækna­heim­sókn Fehér í bili en stuttu síðar fór að koma í ljós að hann væri með fæðuóþol og síðan, allt í einu, syk­ur­sýki.

„Svo fer ég heim um jól­in og hann fer í pöss­un hjá vin­konu minni og hon­um versn­ar svo rosa­lega í heils­unni þá á meðan að ég er í burtu að þegar ég kem aft­ur að þá fer ég með hann til dýra­lækn­is. Þá er hann kom­inn með syk­ur­sýki.

Hann var í sex vik­ur á gjör­gæslu þá af því þau náðu ekki blóðsykr­in­um niður. Að lok­um eft­ir þess­ar sex vik­ur að þá voru þau ekki búin að ná hon­um niður en ákváðu að senda hann með mér heim aft­ur og at­huga hvort hann myndi jafn­ast út í sínu eig­in um­hverfi.

Ég fæ hann aft­ur um miðjan fe­brú­ar, hann er á insúlíni fram í maí og þá þarf ég að hætta að gefa hon­um insúlín af því blóðsyk­ur­inn er orðinn svo lág­ur og þegar ég hætti að gefa hon­um insúlín að þá var blóðsyk­ur­inn full­kom­inn og hann er ekki bú­inn að vera á insúlíni síðan.

Þegar ég fór með hann til dýra­lækn­is í kring­um pásk­ana sagði hún að þetta væri nú senni­lega fyrsti kött­ur­inn sem hún hefði nokk­urn tím­ann séð sem hefði lækn­ast af syk­ur­sýki,“ seg­ir Auðna.

Fehér nýtur sín í sólinni.
Fehér nýt­ur sín í sól­inni. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ekki neinn viljað sýna hon­um áhuga“

Sjálf var Auðna að klára síðasta bók­lega árið í dýra­lækn­ing­um og er verk­legt nám eft­ir sem hefst í ág­úst. Vegna þess­ar­ar dag­skrá­ar hef­ur hún ekki tök á að vinna mikið og ákvað því að efna til söfn­un­ar til þess að koma Fehér heim.

Kostnaður­inn við ein­angr­un þegar til lands­ins er komið, flug­ferðirn­ar og dýra­lækna­heim­sókn­ir fyr­ir brott­för til þess að tryggja að allt sé í góðu lagi, sé að minnsta kosti 200.000 krón­ur.

„Hann er fjórði kött­ur­inn sem ég fóstra en hinir voru mjög fljót­ir að finna heim­ili en af því að hann er hvít­ur og bú­inn að ganga í gegn­um ýmis veik­indi og svo­leiðis þá hef­ur ekki neinn viljað sýna hon­um áhuga. Hann er orðinn svo mikið kúru­dýr við mig, það ligg­ur við að hann sofi ofan á höfðinu á mér, hann vill vera svo ná­lægt mér á nótt­unni,“ seg­ir Auðna.

Þakk­lát­ur, glaður og mikið kúru­dýr

Aug­ljóst er að Auðna og Fehér eru mikl­ir vin­ir. Auðna seg­ir hann þekkja rútín­una sína og í vet­ur, þegar hún hafi verið að læra, hafi hann ætl­ast til þess að hún færi að sofa á skikk­an­leg­um tíma væri hún að vinna fram eft­ir.

Glaður með að vera í góðum höndum.
Glaður með að vera í góðum hönd­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Hann er ægi­legt kúru­dýr en hann veit al­veg sín mörk, veit al­veg að vera ekki að hoppa upp á skrif­borðið ef ég er að læra og er upp­tek­in en um leið og hann sér að ég er ekki upp­tek­in þá vill hann bara vera utan í manni.“

Fehér sé mjög þakk­lát­ur og alltaf jafn glaður að sjá hana þegar hún kem­ur heim eða sæk­ir hann úr pöss­un.

Þá seg­ir Auðna að hún hefði alltaf komið Fehér til lands­ins en spurn­ing­in hafi í raun verið hve lang­an tíma það myndi taka og hve mikið Fehér þyrfti að flakka um Búdapest þangað til. Hún nefn­ir að ef meiri pen­ing­ur safn­ist en þurfi til muni af­gang­ur­inn fara til sam­tak­anna sem björguðu Fehér af göt­unni.

mbl.is