Yfir 40 látnir vegna gróðurelda við Miðjarðarhaf

00:00
00:00

Yfir 40 hafa látið lífið í Als­ír, Grikklandi og á Ítal­íu vegna gróðurelda sem þar geisa. Þúsund­ir hafa flúið svæðin ná­lægt eld­un­um. Björg­un­ar­sveit­um hef­ur reynst erfitt að ná tök­um á eld­un­um af sök­um þurrks og óhag­stæðrar vindátt­ar. Hvirfil­byl­ir, hvassviðri og hagl­él hafa einnig látið á sér bera, en hiti nálg­ast víða 50 gráður. 

Ástandið er einna verst í Als­ír, en 34 hafa látið lífið vegna eld­anna, þar á meðal 10 her­menn sem unnu að rým­ingu á hættu­svæði í Bejaia-héraði. Bejaia hef­ur orðið verst fyr­ir eld­un­um, en 23 af þeim 34 sem lát­ist hafa í land­inu, létu lífið þar.

Ástandið er einna verst í Alsír, en 34 hafa látið …
Ástandið er einna verst í Als­ír, en 34 hafa látið lífið vegna eld­anna, þar á meðal 10 her­menn sem unnu að rým­ingu á hættu­svæði. AFP

Rýma svæði víða

Yf­ir­völd í Als­ír segja að búið sé að slökkva um 80% eld­anna síðan á sunnu­dag­inn, en um­fangs­mikið slökkvistarf held­ur áfram. Um 8000 viðbragðsaðilar taka þátt í aðgerðunum og hafa mörg hundruð slökkviliðsbíla og nokkr­ar flug­vél­ar verið kallaðar út til að sinna slökkvistörf­um.

Eld­ar hafa einnig herjað á ná­granna­ríkið Tún­is, en rýma þurfti strandþorpið Melloula með stutt­um fyr­ir­vara í gær. 20.000 manns hafa yf­ir­gefið grísku eyj­una Ródós í flýti vegna gróðurelda, en marg­ir hafa einnig yf­ir­gefið grísku eyj­urn­ar Korfú og Evía. Þúsund­ir hafa flúið Sikiley og Puglia á Ítal­íu.

Gróðureld­ar hafa nú einnig brot­ist út á frönsku eyj­unni Kors­íku.

Bejaia-hérað hefur orðið verst fyrir eldunum, en 23 af þeim …
Bejaia-hérað hef­ur orðið verst fyr­ir eld­un­um, en 23 af þeim 34 sem lát­ist hafa í land­inu, létu lífið þar. AFP
mbl.is