Ferðavefur mbl.is efnir til ljósmyndakeppni

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ferðavef­ur mbl.is efn­ir til ljós­mynda­keppni þar sem les­end­ur eru hvatt­ir til að senda inn sín­ar bestu ljós­mynd­ir úr ferðalag­inu eða úti­leg­unni. Í verðlaun eru veg­leg­ir vinn­ing­ar frá Fjalla­kof­an­um að verðmæti 200 þúsund króna sem ættu að hitta beint í mark hjá ferðalöng­um á öll­um aldri.

Ljós­mynda­keppn­in mun standa yfir í tvær vik­ur og lýk­ur hinn 10. ág­úst næst­kom­andi. Til að skera úr um bestu mynd­irn­ar mun dóm­nefnd mbl.is velja fimm bestu mynd­irn­ar og hljóta sig­ur­veg­ar­arn­ir frá­bær verðlaun. 

Það er ein­falt að taka þátt og eru les­end­ur hvatt­ir til að senda inn flott­ustu ferðamynd­ir sín­ar HÉR, en þar má einnig nálg­ast frek­ari upp­lýs­ing­ar um keppn­ina, leiðbein­ing­ar og vinn­inga.

mbl.is