Gerræðisleg stjórnsýsla ráðherra

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var spurður álits á fyrirspurn …
Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var spurður álits á fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Samsett mynd

„Bréf umboðsmanns til mat­vælaráðherra er afar þýðing­ar­mikið inn­legg í þetta mál og ber með sér að Umboðsmaður tel­ur þörf á frek­ari skýr­ing­um á veiga­mikl­um þátt­um í stjórn­sýslu ráðherr­ans í þessu hval­veiðimáli,“ seg­ir Teit­ur Björn Ein­ars­son, alþing­ismaður og meðlim­ur í at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is, en hann var spurður álits á fyr­ir­spurn Umboðsmanns Alþing­is til Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra um bann það sem hún lagði við hval­veiðum í sum­ar.

„Ég tek eft­ir því að umboðsmaður spyr ráðherra um atriði sem ég hef líka spurt um en ekki fengið svör við, en það snýr að rétt­mæt­um vænt­ing­um þeirra sem hlut eiga að þessu máli, bæði fyr­ir­tækja og starfs­manna. Ráðherr­ann er kraf­inn svara um það hvaða mat á hags­mun­um hafi farið fram áður en reglu­gerðin var sett, en hvorki ég né aðrir höf­um fengið gögn sem varpa ljósi á þetta,“ seg­ir Teit­ur Björn.

„Það er aug­ljóst að ákvörðun um hval­veiðibann var tek­in á grund­velli ófull­nægj­andi gagna og lög­fræðilegr­ar at­hug­un­ar á heim­ild­um ráðherra í þessu efni. Þegar litið er á spurn­ing­ar umboðsmanns, þá ber allt að sama brunni. Ráðherr­ann er bú­inn að sigla þessu máli upp í brim­g­arð og er að valda miklu tjóni með ólög­mætri reglu­gerðar­setn­ingu og ger­ræðis­legri stjórn­sýslu sem hef­ur áhrif á fjölda fólks og gríðarlega hags­muni þeirra sem hlut eiga að máli og mögu­lega skapað rík­inu skapa­bóta­skyldu vegna þessa þegar fram í sæk­ir,“ seg­ir Teit­ur Björn.

„Við sjálf­stæðis­menn höf­um haldið því á lofti frá því þetta mál kom upp, að það eina sem ráðherr­ann get­ur gert í stöðunni er að draga þessa ákvörðun til baka, svo veiðar geti haf­ist taf­ar­laust og forðast megi frek­ara tjón en orðið er. Nóg er nú tjónið samt sem ráðherr­ann hef­ur valdið. Orðspor ráðherr­ans hef­ur einnig beðið hnekki og því miður hef­ur hún líka skaðað rík­is­stjórn­ar­sam­starfið með þess­ari van­hugsuðu ákvörðun sinni,“ seg­ir Teit­ur Björn.

Ekki náðist í mat­vælaráðherra við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: