Júlí heitasti mánuðurinn og hlýrri mánuðir framundan

Frá Tucson í Arizona í Bandaríkjunum. Allt stefnir í að …
Frá Tucson í Arizona í Bandaríkjunum. Allt stefnir í að júlímánuður 2023 verði heitasti mánuður frá upphafi mælinga. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Allt stefn­ir í að þessi júlí­mánuður verði heit­asti mánuður frá upp­hafi mæl­inga á jörðinni. Vís­inda­menn segja nú út­lit fyr­ir að þetta sé bara byrj­un­in á heit­um kafla í jarðsög­unni.

New York Times grein­ir frá. 

Hita­bylgja hef­ur geisað í þrem­ur heims­álf­um í sum­ar, Norður-Am­er­íku, Evr­ópu og Asíu. 

Síðasti júní­mánuður var heit­asti júní­mánuður frá upp­hafi mæl­inga árið 1850 og 6. júlí síðastliðinn var heit­asti dag­ur frá upp­hafi mæl­inga. 

Lík­urn­ar aukast nú mjög á því að árið 2023 verði heit­asta ár, og slái þar með hita­met sem slegið var síðast árið 2016. Átta hlýj­ustu ár frá upp­hafi mæl­inga eru síðastliðin átta ár. 

„Þetta öfga­kennda veður sem hef­ur haft áhrif á millj­ón­ir manna í júlí er raun­veru­leiki lofts­lags­breyt­inga og aðeins forsmekk­ur af því sem koma skal,“ seg­ir Petteri Taalas, fram­kvæmda­stjóra Alþjóðaveður­stofn­un­ar­inn­ar, í til­kynn­ingu. 

„Við höf­um aldrei þurft jafn mikið á því að halda að minnka út­blást­ur gróður­húsaloft­teg­unda.“

Slökkvilið berst við gróðurelda í Melloula í Túnis.
Slökkvilið berst við gróðurelda í Melloula í Tún­is. AFP/​Fet­hi Belaid

Mögu­leiki á fleiri áhrifaþátt­um

Jörðin er kom­in inn í skeið þar sem mik­il hlý­indi munu ein­kenna veðurfarið. Vís­inda­menn rekja ástæðurn­ar bæði til hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar og El Niño, en telja þó mögu­leika á að fleira hafi áhrif. 

Vís­inda­menn sem rann­sakað hafa hita­bylgj­ur í suðvest­ur­ríkj­um Banda­ríkj­un­um, norður­hluta Mexí­kó og suður­hluta Evr­ópu segja að svo mik­il hlý­indi hefðu aldrei getað orðið nema með aðkomu mann­kyns­ins. 

Það þurfi þó að rann­saka aðdrag­anda hlý­ind­anna á jörðinni til þess að skilja hvað olli þeim. 

Kælt sig niður í hitanum í Shtime í Kósóvó.
Kælt sig niður í hit­an­um í Shtime í Kósóvó. AFP/​Arm­end Ni­mani
mbl.is

Bloggað um frétt­ina