Betri veiði en erfiðar markaðsaðstæður

Línu skotið yfir í Svan RE af Víkingi AK á …
Línu skotið yfir í Svan RE af Víkingi AK á miðunum austur af landinu. Veiðin hefur lang mest farið fram í íslenskri lögsögu. mbl.is/Börkur Kjartansson

Íslensku upp­sjáv­ar­skip­un­um hef­ur tek­ist að landa rétt tæp­lega 50 þúsund tonn­um af þeim 143 þúsund tonn­um sem heim­ild­ir eru fyr­ir. Í upp­hafi vertíðar sóttu skip mak­ríl í Smuguna en færðu í kjöl­farið veiðar inn í ís­lenska lög­sögu og er mak­ríll­inn sagður stór.

„Veiðin er búin að vera betri en und­an­far­in tvö ár að öllu leyti. Miklu styttra að fara á miðin, núna um hálf­ur sól­ar­hring­ur í stað tveggja eins og var og jafn­vel meira stund­um. Þetta er al­gjör veisla fyr­ir okk­ur. Þetta þýðir að mak­ríll­inn sem við veiðum er fersk­ari og að stærra hlut­fall af afl­an­um er í góðu ástandi, þó að hann sé veik­ast­ur á þess­um árs­tíma,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, í Morg­un­blaðinu í dag.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son.

Spurður hvert út­litið sé á mörkuðum svar­ar hann: „Það er frek­ar þungt, ég held það séu ein­hverj­ar birgðir óseld­ar síðan í fyrra. Það er eng­in ríf­andi eft­ir­spurn.“ Bend­ir hann á að verðbólga hafi áhrif á kaup­getu fólks um heim all­an auk þess sem gengi gjald­miðla á mik­il­væg­um mörkuðum, eins og jap­anska jenið, hafi veikst veru­lega gagn­vart banda­ríkja­dal, en afurðirn­ar eru seld­ar í banda­ríkja­döl­um. „Egypta­land og Níg­er­ía voru stór­ir markaðir en gengi þeirra mynta hef­ur fallið það mikið að fólk hef­ur ekki efni á þessu. Svo er auðvitað stríð í Aust­ur-Evr­ópu sem er stór markaður.“

Mik­ill kost­ur þykir að fisk­ur­inn fá­ist í veru­legu magni í ís­lenskri lög­sögu þar sem veiðar þar renni stoðum und­ir til­kall Íslands til hlut­deild­ar í mak­ríl­veiðunum. Hafa ís­lensk stjórn­völd kraf­ist 16,4% hlut­ar, en eng­ir samn­ing­ar hafa náðst milli strand­ríkj­anna um til­hög­un veiðanna.

Strand­rík­in gefa því út kvóta sjálf­stætt sem hlut­fall af há­marks­afla sem Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið (ICES) legg­ur til hverju sinni. Sam­an­lagt eru því gefn­ar út heim­ild­ir langt um­fram ráðgjöf vís­inda­manna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: