Flestum sagt upp og fiskvinnslu hætt

Fiskvinnslu Kambs ehf. í Hafnarfirði verður lokað eigi síðar en …
Fiskvinnslu Kambs ehf. í Hafnarfirði verður lokað eigi síðar en 30. október næstkomandi. Ljósmynd/Kambur ehf.

Brim hef­ur ákveðið að loka fisk­vinnslu dótt­ur­fé­lags­ins Kambs ehf. í Hafnar­f­irði í síðasta lagi 30. októ­ber og hef­ur flest­um af 31 starfs­manni verið sagt upp. Ákvörðunin er sögð vegna mik­ils sam­drátt­ar í út­gefn­um veiðiheim­ild­um botn­fisks og er lagt upp með að færa vinnsl­una í botn­fisk­vinnslu Brims í Norðurg­arði í Reykja­vík.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Brims.

Þar seg­ir að sam­ráð hafi verið haft við full­trúa stétt­ar­fé­laga starfs­manna í aðdrag­anda ákv­arðar­inn­ar og að leit­ast verði við að finna starfs­mönn­um sam­bæri­leg störf í fisk­vinnslu Brims í Norðurg­arði í Reykja­vík eða önn­ur störf inn­an sam­stæðu Brims á næstu vik­um. Auk þess verði þeim veitt ráðgjöf og aðstoð við at­vinnu­leit.

Brim keypti fisk­vinnsl­una Kamb ehf. og út­gerðina Grá­brók ehf. á þrjá millj­arða árið 2019.

„Um­tals­verðar svipt­ing­ar hafa verið í sjáv­ar­út­vegi og á alþjóðamörkuðum frá því Brim festi kaup á Fisk­vinnsl­unni Kambi í októ­ber 2019. Heild­ar afla­heim­ild­ir í þorski á Íslands­miðum hafa verið skert­ar um 23,5%, sam­keppn­is­staða við er­lend­ar fisk­vinnsl­ur um kaup á hrá­efni/​fiski til vinnslu á inn­lend­um fisk­mörkuðum hef­ur verið erfið, verðið hef­ur verið hátt og af­kom­an af vinnslu á því hrá­efni því eng­in auk þessa hafa orðið mikl­ar kostnaðar­hækk­an­ir, bæði inn­an­lands og er­lend­is, sem hafa haft áhrif á rekst­ur­inn,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Kveðst fyr­ir­tækið vera að „bregðast við breytt­um rekstr­araðstæðum, styrkja botn­fisk­vinnslu Brims og þannig styðja við rekst­ur fé­lags­ins til lengri tíma.“ 

mbl.is