Tina Knowles, móðir söngkonunnar Beyoncé, hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum til átta ára, leikaranum Richard Lawson. Þau gengu í hjónaband í apríl árið 2015 um borð í snekkju umvafin fjölskyldu og vinum.
Knowles sótti um skilnaðinn hinn 26. júlí síðastliðinn og er ástæðan sögð vera óásættanlegur ágreiningur, en samkvæmt dómsskjölum flosnaði upp úr hjónabandinu aðeins nokkrum dögum áður.
Knowles var áður gift Matthew Knowles, en þau skildu árið 2011 eftir 31 árs hjónaband.