Frans páfi áhyggjufullur vegna gróðurelda

Frans páfi hvetur fólk til að leggja sitt af mörkum …
Frans páfi hvetur fólk til að leggja sitt af mörkum við að vernda umhverfið. Samsett mynd

Frans páfi hef­ur lýst yfir áhyggj­um sín­um vegna mann­skæðra gróðurelda sem geisa nú í Grikklandi og víðar við Miðjarðar­hafið. Hann hvet­ur fólk til að leggja sitt af mörk­um við að vernda um­hverfið.

Vatíkanið birti í dag sím­skeyti með þess­um skila­boðum páfans. Flutti Pietro Parol­in, kar­dináli og ráðherra Vatík­ans­ins, er­indið fyr­ir hönd æðsta­prests­ins og er skeytið stílað á for­seta gríska bisk­uparáðsins, Petros Stefanou.

Djúpt snort­inn

„Hans heil­ag­leiki Frans páfi er djúpt snort­inn vegna lífs­hætt­unn­ar og tjóns­ins sem víðfeðmir gróðureld­ar, sem stafa af hita­bylgj­unni sem nú geng­ur yfir í Evr­ópu, hafa valdið í Grikklandi og víðar,“ seg­ir í skeyt­inu.

Þar kem­ur fram að hinn 86 ára gamli páfi biðji þess að Guð „blessi slökkviliðsmenn og aðra neyðarviðbragðsaðila fyr­ir þeirra fram­lag,“ í bar­átt­unni við nátt­úru­ham­far­irn­ar.

„Það er sömu­leiðis von hans að hætt­an sem nú steðjar að sam­eig­in­legu heim­ili okk­ar, og fer versn­andi vegna áhrifa lofts­lagskrís­unn­ar, verði fólki end­ur­nýjuð hvatn­ing til þess að leggja sitt af mörk­um við að gæta að þeirri gjöf sem því hef­ur hlotn­ast, í þágu kom­andi kyn­slóða,“ seg­ir enn­frem­ur í skeyt­inu.

Heit­asti júlí­mánuður frá upp­hafi mæl­inga

Mann­skæðir gróðureld­ar hafa geisað í Grikklandi í um 10 daga. Þá hafa skæðir gróðureld­ar einnig komið upp í Ítal­íu, Króa­tíu, Portúgal og Als­ír. 

Hita­bylgja, sem staðið hef­ur yfir í þrem­ur heims­álf­um í sum­ar, Norður-Am­er­íku, Evr­ópu og Asíu, hef­ur haft áhrif á tug­millj­ón­ir manns. 

Þá stefn­ir allt í að þessi júlí­mánuður verði heit­asti mánuður frá upp­hafi mæl­inga á jörðinni.

Frans páfi kall­ar eft­ir aðgerðum

Vatíkanið birti að auki annað sam­bæri­legt sím­skeyti sem einnig er sent fyr­ir hönd Frans páfa og stílað á Matteo Zuppi, for­seta ít­alska bisk­uparáðsins. 

Í því skeyti kall­ar Hans heil­ag­leiki Frans páfi eft­ir „djörf­um og lang­vinn­um aðgerðum til þess að tak­ast á við áskor­an­ir lofts­lags­breyt­inga“.

mbl.is