Hugmyndin kviknaði eftir bróðurmissi

Peningar skipta minnstu. Það að Björgvinsbeltið hefur sannað gildi sitt …
Peningar skipta minnstu. Það að Björgvinsbeltið hefur sannað gildi sitt og bjargað mannslífum skiptir mig mestu máli, segir Björgvin Sigurjónsson (Kúti). Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Björg­vin Sig­ur­jóns­son, oft kallaður Kúti, er fædd­ur og upp­al­inn á Ak­ur­eyri. Hann og bróðir hans sóttu ung­ir sjó­inn á trillu með pabba sín­um sem var trillu­karl í auka­vinnu. Bræðurn­ir voru síðar á síðutog­ur­um frá Ak­ur­eyri. Björg­vin flutt­ist ung­ur til Vest­manna­eyja, eignaðist fjöl­skyldu og stundaði sjó­inn og vann við múr­verk jöfn­um hönd­um. Bróðir hans lést eft­ir slys á sjó og varð það kveikj­an að einu merk­asta björg­un­ar­tæki seinni ára, Björg­vins­belt­inu. Það gekk ekki þrauta­laust að fá það viður­kennt en með hjálp góðra manna tókst það. Björg­vins­beltið hef­ur sannað gildi sitt og er um borð í skip­um, við hafn­ir og vatns­föll víða um land.

„Kristján var mik­ill sundmaður og þeir sáu hvar hann reyndi að synda að bátn­um en hann var all­ur þegar hann náðist um borð. Það var farið með hann í land og þá kom í ljós að all­ur hnakk­inn var op­inn. Mamma sagði að við bræðurn­ir fengj­um ekki að sjá hann. En hann synti al­veg fram á síðustu stundu. Kristján var jarðaður á Sigluf­irði,“ seg­ir Björg­vin í viðtali í síðsta blaði 200 mílna.

„Við bræðurn­ir, ég og Friðrik, vor­um á síðutog­ar­an­um Sval­baki EA 4 þegar þetta gerðist. Vor­um að vinna úti á dekki og það var skít­kalt í pont­inu. Þá feng­um frétt­ir af því að bróðir okk­ar hefði drukknað. Það var rosa­legt. Við feng­um að gráta í ein­hverj­ar mín­út­ur uppi í brú. Svo út aft­ur og við héld­um áfram að henda fisk­in­um niður í lest. Það var ekki við skip­stjór­ann að sak­ast. Við vild­um þetta sjálf­ir. Það var farið með okk­ur til Ak­ur­eyr­ar en ekki strax. Þetta slys breytti öllu hjá okk­ur bræðrun­um og tveim­ur árum seinna fór ég að pæla fyr­ir al­vöru í björg­un­ar­tæki til viðbót­ar öðrum. Var það ekki hel­vít­is hring­ur­inn? Kristján tolldi ekki í hon­um og það ger­ir eng­inn nema óslasaður.“

Einfaldar skýringamyndir Jóa Listó sem sýna notkun Björgvinsbeltisins.
Ein­fald­ar skýr­inga­mynd­ir Jóa Listó sem sýna notk­un Björg­vins­belt­is­ins. Teikn­ing/​Jói Listó

Draum­ur verður að veru­leika

Björg­vin hefst handa eft­ir hann kem­ur til Eyja og þreif­ar sig áfram. Byrjaði á að fá ör­ygg­is­belti úr bíl hjá Darra í Bragg­an­um. „Ég tók belti úr tveim­ur bíldrusl­um og setti sam­an. Næst var að finna flot. Það fyrsta var ekki nógu gott en Sig­mund sagði mér að ég ætti að halda áfram. Næst var að fá stykki til að herða að eft­ir að maður er kom­inn í beltið. Sylgj­una fékk ég á neta­verk­stæðinu hjá Grími Þórðar og Gauja Manga. Hún er eins og átta í lag­inu.“

„Grunn­ur­inn í belt­inu eru tveir borðar sem fara sam­an í annað augað og fram í hring sem húkkað er í. Hitt augað er fyr­ir krók­inn í axla­bönd­un­um þannig að beltið fer aldrei niður af manni í sjón­um. Hann get­ur auðveld­lega synt og tekið ann­an mann með sér í beltið. Ég hugsaði beltið þannig að því yrði hent til manns í sjón­um og það hert­ist að hon­um um leið og byrjað var að toga í beltið. Tryggt yrði að maður rynni aldrei úr belt­inu,“ seg­ir Björg­vin. Þar með var draum­ur hans um Björg­vins­beltið orðinn að veru­leika.

Ítar­lega var rætt við Björg­vin í síðasta blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: