Ástin kviknaði á ferðalagi með Play

TikTok-stjarnan Philip Vu datt í lukkupottinn á nýlegu ferðalagi sínu.
TikTok-stjarnan Philip Vu datt í lukkupottinn á nýlegu ferðalagi sínu. Samsett mynd

TikT­ok-stjarn­an Phil­ip Vu lenti í skemmti­legu æv­in­týri á ferðalagi sínu frá Berlín til New York-borg­ar á dög­un­um. Vu, sem hef­ur leitað að ást­inni und­an­far­in ár á sam­fé­lags­miðlin­um Tind­er og það án ár­ang­urs, kom auga á unga konu á flug­vell­in­um í Berlín og deildi sög­unni af þeirra fyrstu kynn­um í sætu mynd­skeiði á sam­fé­lags­miðlin­um.

Vu er með yfir tvær millj­ón­ir fylgj­enda á TikT­ok og not­ar miðil­inn gjarn­an til þess að skrá­setja ferðalög sín um heim­inn. Ný­verið birti hann mynd­skeið með held­ur róm­an­tísk­ari blæ en vana­lega, en Vu var stadd­ur á flug­vell­in­um í Berlín þegar hann sá unga konu að nafni Mona. TikT­ok-stjarn­an tyllti sér hjá henni og spjölluðu þau um stund.

Eft­ir smá flug­valla­bið hélt TikT­ok-stjarn­an um borð í flug­vél Play, sem milli­lenti á Kefla­vík­ur­flug­velli, og eins og sagt er þá eiga ör­lög­in til í að taka í taum­ana og leiða okk­ur í óvænt­ar átt­ir, en fyrsta mann­eskj­an sem Vu kom auga á hér á gamla góða Íslandi var Mona, sem var einnig á leið til New York-borg­ar. Parið skipt­ist á upp­lýs­ing­um og virðist sem ást­in gæti hafa kviknað á Íslandi.

mbl.is