TikTok-stjarnan Philip Vu lenti í skemmtilegu ævintýri á ferðalagi sínu frá Berlín til New York-borgar á dögunum. Vu, sem hefur leitað að ástinni undanfarin ár á samfélagsmiðlinum Tinder og það án árangurs, kom auga á unga konu á flugvellinum í Berlín og deildi sögunni af þeirra fyrstu kynnum í sætu myndskeiði á samfélagsmiðlinum.
Vu er með yfir tvær milljónir fylgjenda á TikTok og notar miðilinn gjarnan til þess að skrásetja ferðalög sín um heiminn. Nýverið birti hann myndskeið með heldur rómantískari blæ en vanalega, en Vu var staddur á flugvellinum í Berlín þegar hann sá unga konu að nafni Mona. TikTok-stjarnan tyllti sér hjá henni og spjölluðu þau um stund.
Eftir smá flugvallabið hélt TikTok-stjarnan um borð í flugvél Play, sem millilenti á Keflavíkurflugvelli, og eins og sagt er þá eiga örlögin til í að taka í taumana og leiða okkur í óvæntar áttir, en fyrsta manneskjan sem Vu kom auga á hér á gamla góða Íslandi var Mona, sem var einnig á leið til New York-borgar. Parið skiptist á upplýsingum og virðist sem ástin gæti hafa kviknað á Íslandi.
@phillipqvu I got her IG and got to keep my sandwich :) #NewYork #Manhattan #AirportStranger #DateNight ♬ original sound - Phillip Vu