Erum líkleg til að fitna á þessum dögum

Allt of margir finna fyrir sveiflum í þyngdinni eftir árstíðum.
Allt of margir finna fyrir sveiflum í þyngdinni eftir árstíðum. mbl.is/Thinkstockphotos

Til þess að stemma stigu við offitu hefur verið leitast við að koma auga á neyslumynstri almennings. Rannsóknir háskólans í Suður-Ástralíu gefa vissa mynd af því hvenær það er sem við eigum á mestri hættu á að þyngjast.

Léttir á virkum dögum

Tekið var til greiningar 12 mánaða tímabil. Fáum kemur eflaust á óvart að samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá þyngdust flestir yfir hátíðarnar. Þátttakendur þyngdust að meðaltali um 255 grömm yfir páskana en 536 grömm yfir jólin.

Þegar litið var í niðurstöður eftir vikum þá á fólk það til að léttast á virkum dögum en þyngjast um helgar og þyngdaraukningin nemur um 252 grömm líkt og yfir páska.

Þyngjast á sumrin

Flestir telja að þeir þyngist meira á veturna þegar kalt er í veðri en samkvæmt þessari rannsókn átti fólk það einnig til að þyngjast á sumrin en voru léttastir á haustin. 

Sérfræðingar segja að það sé óhollt fyrir líkamann að vera stöðugt að þyngjast og léttast á víxl og vilja með þessum niðurstöðum hvetja fólk til þess að vera á varðbergi.

„Offita er mikið vandamál um allan heim. Hún eykur líkurnar á sjúkdómum sem almennt má fyrirbyggja eins og sykursýki, hjartakvilla og jafnvel krabbamein.

„Það að skilja hvað ýtir undir þyngdaraukningu er mikilvægt skref í að fyrirbyggja önnur heilsufarsvandamál,“ segir Carol Maher prófessor. „Það er ekki hollt að léttast og þyngjast á víxl eins og jójó. Það ýtir undir til langvarandi þyngdaraukningar. Fólk á það til að þyngjast jafnt og þétt eftir því sem það eldist. Að vita af þessum tímabilum þar sem mesta hættan er á að þyngjast veitir okkur vopn í baráttunni,“ segir Maher.

„Það er mikilvægt að viðhalda heilbrigðri þyngd með hollu matarræði, líkamsrækt og öðrum góðum venjum.“

mbl.is