Loksins flutt út en býr enn á lóðinni

Kevin Costner og Christine Baumgartner sjá fram á langa skilnaðardeilu.
Kevin Costner og Christine Baumgartner sjá fram á langa skilnaðardeilu. Samsett mynd

Fyrrverandi eiginkona Kevin Costner, Christine Baumgartner, virðist loksins vera flutt út eftir að dómari þurfti að úrskurða að hún þyrfti að yfirgefa heimili þeirra eftir 18 ára hjónaband.

Samkvæmt heimildum People fylgir Baumgartner lögfræðilegum ráðleggingum í samræmi við kaupmála fyrrverandi hjónanna og yfirgefur nú húsið. Mun hún gista í minna húsi á lóðinni, sem hingað til hefur verið notaður sem starfsmannabústaður, en það er einungis tímabundin lausn. Leitar Baumgartner enn að varanlegu húsnæði fyrir sig og börn sín. Vill hún halda áfram að búa í hverfinu til að koma í veg fyrir að raska lífi barnanna of mikið. 

Baumgartner hafði áður farið fram á að fá að búa í húsinu þar til 31. ágúst næstkomandi en Costner vildi fá hana út fyrir 13. júlí síðastliðinn. Dómar komst að þeirri niðurstöðu að hún þyrfti að yfirgefa heimilið fyrir 31. júlí.

mbl.is