Vetrarþáttaröð Love Island skipt út fyrir stjörnuleit að ástinni

Sanam Harrinanan og Kai Fagan sigruðu síðustu vetrarþáttaröð af Love …
Sanam Harrinanan og Kai Fagan sigruðu síðustu vetrarþáttaröð af Love Island, sem hefur nú verið tekin af dagskrá. Samsett mynd

Ný vetr­arþáttaröð raun­veru­leikaþátt­anna vin­sælu Love Is­land mun ekki eiga sér stað á næsta ári. Í staðinn verður sett upp leit að ást­inni með góðkunn­ingj­um sem hafa áður tekið þátt. Koma þeir úr öll­um út­gáf­um þátt­anna, frá Bretlandi, Ástr­al­íu og Banda­ríkj­un­um.

Sam­kvæmt heim­ild­um Daily Mail mun nýja stjörnuþáttaröðin fara í loftið snemma árs 2024. For­ráðamenn ITV, sjón­varps­stöðvar­inn­ar sem fram­leiðir þætt­ina, höfðu von­ast til þess að nýja kynn­in­um, Mayu Jama, tæk­ist að draga til sín meira áhorf á vetr­arþáttaröðina. Þrátt fyr­ir vin­sæld­ir henn­ar fékk þáttaröðin sem tek­in var upp í Suður-Afr­íku þó ekki sama áhorf og sum­arþáttaröðin.

Fyrsta vetr­arþáttaröðin var sýnd árið 2020 en var tek­in af dag­skrá næstu ár á eft­ir, allt þar til Maya Jama tók við sem kynn­ir af Lauru Whit­more fyrr á þessu ári. Sam­kvæmt heim­ild­um Daily Mail verður þáttaröðin tek­in upp í Suður-Afr­íku.

mbl.is