„Við erum að kaupa öflugt heilfrystiskip“

Grænlenski frystitogarinn Tuukkaq verður ný Þerney RE-3.
Grænlenski frystitogarinn Tuukkaq verður ný Þerney RE-3. Ljósmynd/Brim

„Við erum að kaupa öfl­ugt heilfrysti­skip og er með línu til heilfryst­ing­ar. Við erum fyrst og fremst að líta til þess að geta beitt okk­ur meira á teg­und­ir sem eru ekki meðal þess­ara hefðbundnu flaka­teg­unda,“ svar­ar Ægir Páll Friðberts­son, fram­kvæmda­stjóri Brims, spurður hver hugs­un­in er að baki kaup­un­um á græn­lenska tog­araum Tu­ukkaq.

Gengið var frá samn­ing­um um kaup Brims á tog­ar­an­um ný­verið.

Ægir Páll seg­ir að til standi að nýta skipið til að veiða á grá­lúðu, gulllax og karfa. Bend­ir hann þó á að bund­ar séu von­ir við að frek­ari niður­skurður í karfa­kvót­an­um verði ekki um­fangs­mik­ill. Þá hafi einnig verð verið fín fyr­ir grá­lúðuna en veiði gengið mis­vel und­an­farið. Þá eru einnig tölu­vert af heim­ild­um í gulllax.

Frysti­tog­ar­inn Örfirs­ey RE-4 hef­ur verið sett­ur á sölu en hann er 13 árum eldri en hinn nýi sem mun fá nafnið Þer­ney RE-3. Þer­ney var smíðuð 2001 og er aðeins lengri og nokkuð breiðari en Örfirs­ey.

mbl.is