Enginn fyrirsjánleiki í aðgerðum stjórnvalda

Jón Trausti Ólafsson, forstóri Vekru og framkvæmdastjóri Öskju, segir aðgerðir …
Jón Trausti Ólafsson, forstóri Vekru og framkvæmdastjóri Öskju, segir aðgerðir stjórnvalda við orkuskipti valda óvissu.

Jón Trausti Ólafs­son, for­stóri Vekru og fram­kvæmda­stjóri Öskju, seg­ir aðgerðir stjórn­valda við orku­skipti valda óvissu.

Ef við horf­um 20 ár aft­ur í tím­ann, þá hafa iðulega verið boðaðar breyt­ing­ar um kom­andi ára­mót. Nú eru enn fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar um næstu ára­mót,“ seg­ir Jón Trausti í viðtali við ViðskiptaMogg­ann í dag.

„Það verður að segj­ast eins og er að stjórn­völd hafa alls ekki staðið sig í því að búa til fyr­ir­sjá­an­leika um það hvernig hlut­irn­ir eiga að vera og ekki átt nægj­an­lega gott sam­starf við at­vinnu­grein­arn­ar um þetta. Guðlaug­ur Þór [Þórðar­son um­hverf­is­ráðherra] hef­ur lofað þessu sam­tali og trúi ég því og treysti að hann standi við það – við erum í miðjum orku­skipt­um og þá skipt­ir fyr­ir­sjá­an­leiki miklu máli. Raf­bíl­ar eru mun dýr­ari vara enn sem komið er og þetta er því mik­il fjár­fest­ing fyr­ir bí­leig­end­ur að taka skrefið.“

Búið er að til­kynna að um næstu ára­mót falli niður íhlut­un á virðis­auka­skatti upp á um 1,3 millj­ón­ir króna.

Nán­ari um­fjöll­un um málið er að finna í ViðskiptaMogg­an­um í dag

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: