„Mesta úrkoma í 140 ár“

00:00
00:00

Stór hluti af norður­hluta Kína er illa leik­inn eft­ir gríðarlega úr­komu sem hef­ur gengið yfir svæðið und­an­farna daga. Pek­ing, höfuðborg Kína, og umliggj­andi svæði urðu einna verst úti, en kín­verska veður­stof­an seg­ir að fólk í borg­inni hafi upp­lifað „mestu úr­komu í 140 ár,“ eða frá því að borg­ar­yf­ir­völd hófu að skrá úr­komu­mæl­ing­ar.

„Mesta úr­kom­an sem var skráð í þessu óveðri, voru 744,8 milli­metr­ar,“ sagði veður­stof­an og bætti við að mesta magn sem áður hef­ur mælst hafi verið 609 milli­metr­ar árið 1891.

„Að minnsta kosti 11 hafa látið lífið í rign­ing­un­um í Pek­ing,“ sagði kín­verska rík­is­út­varpið CCTV í gær, en meira en tugi er saknað.

Tel­ur að lofts­lags­breyt­ing­ar beri megin­á­byrgð

Kín­verj­ar hafa átt und­ir mikið högg að sækja und­an­farna mánuði vegna öfga­kennds veðurfars. Í sum­ar hafa fallið hita­met í hita­bylgj­um sem hafa gengið yfir landið, ásamt úr­komu­met­um í nú­ver­andi ham­far­aregni.

Ma Jun, for­stöðumaður sam­taka um al­menn­ings- og um­hverf­is­mál í Pek­ing, sagði í sam­tali við frétta­stofu AFP, að þótt felli­byl­ur­inn hafi borið með sér rign­ing­una, hafi hækk­andi sjáv­ar­hiti af völd­um lofts­lags­breyt­inga borið megin­á­byrgð á öfga­veðrinu.

„Kína hef­ur orðið fyr­ir for­dæma­laus­um hita­bylgj­um frá því í fyrra. Í ár hef­ur hita­stig mælst met­hátt í Norður-Kína,“ sagði Ma við frétta­stofu AFP.

„Þess­ar hita­bylgj­ur eru tengd­ar hlýn­un jarðar og þetta er það sem flest­ir lofts­lags­vís­inda­menn um all­an heim eru sam­mála um,“ bætti hann við.

Hamfaraflóð hafa hrjáð norðurhluta kína eftir gríðarlegar rigningar sem fylgdu …
Ham­fara­flóð hafa hrjáð norður­hluta kína eft­ir gríðarleg­ar rign­ing­ar sem fylgdu felli­byl sem gekk yfir landið. A.m.k. 11 hafa lát­ist en meira en tugi er saknað. AFP
mbl.is