Reese Witherspoon formlega skilin

Leikkonan Reese Witherspoon er formlega skilin við umboðsmanninn Jim Toth.
Leikkonan Reese Witherspoon er formlega skilin við umboðsmanninn Jim Toth. AFP

Bandaríska leikkonan Reese Witherspoon og umboðsmaðurinn Jim Toth eru formlega skilin eftir að dómari samþykkti skilnað þeirra á dögunum. TMZ greinir frá.

Greint var frá skilnaði hjónanna í lok mars á þessu ári, en þau kynntust í partíi árið 2010 og giftust rúmu ári síðar.

Í sameiginlegri yfirlýsingu frá því í mars sögðu Witherspoon og Toth: „það er af mikilli alúð og yfirvegun sem við höfum tekið þá erfiðu ákvörðun að skilja. Við höfum átt mörg yndisleg ár saman og höldum nú áfram með ást, góðvild og gagnkvæmri virðingu fyrir öllu því sem við höfum skapað í sameiningu.“

Fyrrverandi hjónin sömdu um sameiginlega forsjá yfir tíu ára syni sínum, Tennessee.

Witherspoon var áður gift leikaranum Ryan Phillippe og á hún með honum tvö börn, Övu og Deacon.

mbl.is