Samband leikkonunnar Söndru Bullock og ljósmyndarans Bryan Randall stendur á brauðfótum ef marka má nýjustu fréttir af parinu. Us Weekly greinir frá.
Greint var frá því í gærdag að parið væri að ganga í gegnum gríðarlega erfitt tímabil og að Randall hefði flutt út í október á síðasta ári án þess að slíta sambandinu.
Bullock, 59 ára, og Randall, 57 ára, byrjuðu saman árið 2015 og hafa mestmegnis haldið sig frá sviðsljósinu síðastliðin átta ár. Parið opinberaði samband sitt þegar þau gengu rauða dregilinn á frumsýningu kvikmyndarinnar Our Brand Is Crisis hinn 11. september 2015.
Bullock og Randall kynntust þegar leikkonan réð Randall til að taka ljósmyndir í fimm ára afmælisveislu sonar hennar.
Er þetta fyrsta alvarlega samband leikkonunnar frá því hún skildi við fyrrverandi eiginmann sinn, Jesse James, árið 2010 eftir að upp komst um framhjáhald sjónvarpsmannsins.