„Það er lítið að gerast á miðunum“

Jóna Eðvalds hefur ásamt öðrum uppsjávarskipum leitað makríls.
Jóna Eðvalds hefur ásamt öðrum uppsjávarskipum leitað makríls. Ljósmynd/Valur Hafsteinsson

Hægt hef­ur veru­lega á mak­ríl­veiðum upp­sjáv­ar­skip­anna í ís­lenskri lög­sögu og stend­ur nú yfir leit að mak­ríl í veiðan­legu magni. Nokk­ur skip eru enn á miðunum rétt aust­ur af land­inu en flest voru á leið í átt að Smugunni en héldu sig þó inn­an lög­sög­unn­ar.

Heiðar Erl­ings­son, skip­stjóri á Jónu Eðvalds, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið veiðina ganga illa. „Það er lítið að ger­ast á miðunum. Það er held­ur dauft hjá öll­um.“

Spurður hvort stefn­an sé sett á Smuguna seg­ir hann svo ekki vera. „Það eru veður­skil á leið inn í Smuguna, þannig að það er von á leiðinda­veðri þar. Svo hef­ur ekk­ert verið að fá held­ur, það virðist vera al­veg sama hvert sem er litið.“

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: