Emilía svipt veiðileyfi í þriðja sinn á árinu

Smábaturinn Emilía sem gerð er út frá Akranesi hefur verið …
Smábaturinn Emilía sem gerð er út frá Akranesi hefur verið veiðileyfissvipt í þriðja sinn á þessu ári. Nú í tvær vikur fyrir að hafa ekki skilað aflaupplýsingum í átta skipti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fiski­stofa ákvað fyr­ir skömmu að svipta bát­inn Em­il­íu AK-57 um leyfi til veiða í at­vinnu­skyni í tvær vik­ur frá og með 1. ág­úst síðastliðnum fyr­ir að hafa ekki skilað af­la­upp­lýs­ing­um í átta veiðiferðum í apríl á þessu ári. Um er að ræða þriðju veiðileyf­is­svipt­ingu Em­il­íu á ár­inu.

Fiski­stofa svipti bát­inn fyrst um leyfi til veiða í eina viku vegna vigt­ar­brots sem átti sér stað í sept­em­ber á síðasta ári með ákvörðun 10. fe­brú­ar síðastliðinn. Svo til­kynnti stofn­un­in 23. mars að Em­il­ía yrði svipt leyfi í fjór­ar vik­ur tl viðbót­ar fyr­ir að hafa ekki skilað af­la­upp­lýs­ing­um í 71 aðgreindu til­viki og of seint í níu á síðasta ári.

Böðvar Ingva­son, sem ger­ir út Em­il­íu, hef­ur sagt út­gerðina hafa „mátt þola gríðarlega hörku, emb­ætt­is­manna­hroka og valdníðslu af hálfu Fiski­stofu. […] Fiski­stofa hef­ur níðst á út­gerð Em­il­íu AK með ærumeiðandi um­mæl­um á op­in­ber­um vett­vangi.“

Kvaðst hann hafa leitað til lög­manns vegna þessa.

Tek­ist á um skyldu

Fram kem­ur í gögn­um máls­ins, sem fylgja ákvörðun Fiski­stofu og birt hafa verið á vef henn­ar, að á grá­sleppu­vertíðinni í vor hafi út­gerðaraðili Em­il­íu orðið sér út um „áskrift að smá­for­rit­inu Afl­ar­an­um til skila af­la­upp­lýs­inga. Að hans sögn reynd­ist ómögu­legt að skrá meðafla í for­ritið, aðeins hafi verið hægt að skrá grá­slepp­una. Voru leiðbein­ing­ar þjón­ustuaðila for­rits­ins ábóta­vant og erfitt að leita aðstoðar hjá hon­um og að sögn málsaðila væri jafn­framt al­gjör skort­ur á leiðbein­ing­um frá Fiski­stofu.“

Þetta á að hafa orðið til þess að ekki var hægt að skila upp­lýs­ing­um með rétt­um hætti og því gripið til þess ráðs að senda Fiski­stofu af­la­upp­lýs­ing­ar með tölvu­pósti, eitt­hvað sem út­gerð Em­il­íu seg­ir stofn­un­ina ekki hafa gert at­huga­semd­ir við.

Bend­ir Fiski­stofa á að veiðieft­ir­litsmaður hafi verið um borð Em­il­íu á grá­sleppu bæði í ár og á síðasta ári. Full­yrt er að eft­ir­litsmaður­inn hafi komið því á fram­færi við full­trúa út­gerðar­inn­ar í bæði skipti að skila bæri aflupp­lýs­ing­um með þeim leiðum sem kraf­ist er.

Þá hafn­ar Fiski­stofa því að stofn­un­inni ber skylda til að leiðbeina um notk­un snjall­for­rita sem einkaaðilar gefa út um­fram þá laga­skyldu að greina frá þeim regl­um sem gilda hverju sinni. Jafn­framt hafn­ar stofn­un­in því að af­la­upp­lýs­ing­arn­ar nýt­ist illa til eft­ir­lits. Sagt er að út­gerð Em­il­íu hafi talið „eft­ir­lit Fiski­stofu með vigt­un á hafn­ar­vog sé ófull­nægj­andi og því skipti því næsta litlu máli hvort af­la­upp­lýs­ing­ar skip­stjóra ber­ist stofn­un­inni fyr­ir eða eft­ir að skip leggst að bryggju.“

Máls­at­vik sögð óum­deild

„Fyr­ir ligg­ur að skip­stjóri fiski­skips­ins Em­il­ía AK-57 skilaði ekki af­la­upp­lýs­ing­um í átta aðgreind skipti, á sautján dög­um, frá 3.-20. apríl 2023. At­huga­semd­ir málsaðila hafa verið rakt­ar og þeim svarað. Eru þær ekki þess eðlis að það leiði til þess að málið sé fellt niður. Máls­at­vik eru óum­deild og ekki uppi vafi um hina meintu hátt­semi enda bygg­ir mat á um­rædd­um brot­um á gögn­um, og hvort þeim sé skilað eða ekki. Ekk­ert hef­ur komið fram í mál­inu sem leitt get­ur til þess að skýrsla veiðieft­ir­lits­manns sé dreg­in í efa, né hef­ur málsaðili vé­fengt máls­at­vik eins og þeim er lýst,“ seg­ir í ákvörðun Fiski­stofu.

Bend­ir stofn­un­in á að ákvörðun um svipt­ingu veiðileyf­is í tvær vik­ur er tek­in þrátt fyr­ir að ákvæði laga um um­gengni um nytja­stofna sjáv­ar geri ráð fyr­ir að lág­mark svipt­ing­ar sé í fjór­ar vik­ur fyr­ir ít­rekuð brot.

Átti veiðileyf­is­svipt­ing­in að taka gildi 21. ág­úst næst­kom­andi en ákveðið var að flýta réttaráhrif­um ákvörðun­ar­inn­ar eft­ir að ósk þess efn­is barst Fiski­stofu.

mbl.is