Fimm skrítnar leiðir til þess að slaka á

Það getur verið gaman að eiga hund og hann er …
Það getur verið gaman að eiga hund og hann er sagður róa taugarnar. Getty images

Það eru til ýmsar leiðir til þess að slaka á án þess að draga fram jógadýnuna eða hugleiðsluforritið. Stundum er nóg að tyggja tyggigúmmí eða dansa til þess að róa taugarnar. 

1. Kældu andlitið með ísmolum

Það kann að hljóma undarlega en ísbakstur á andlitið hefur róandi áhrif á taugarnar. Kuldinn virkjar taugaendanna sem senda boð til heilans um að róa sig. Ef maður vill ekki dýfa öllu andlitinu í klakabað þá skal maður nota ísbakstra og leggja þá á andlitið og hálsinn. Ísbakstrar á hálsinn lækkar hjartsláttinn og veitir slökun.

2. Hlustaðu á háværa tónlist

Að hlusta á þungarokk eða pönktónlist í tíu mínútur getur virkað róandi, losað um streitu og hjálpað fólki við að fá betri yfirsýn yfir dagleg störf. „Mismunandi tónlist hefur ólík áhrif á fólk. Ef þú hefur yfir höfuð gaman af rokktónlist þá getur þetta ráð virkað upplífgandi.

3. Tyggðu tyggigúmmí

Hin taktfasta hreyfing sem felst í að tyggja tyggigúmmí getur virkað róandi, segja rannsóknir. Það þarf að tyggja í um 10 til 15 mínútur til þess að hámarka áhrifin.

4. Finndu þér hund til þess að dekra við

Það getur verið streitulosandi að verja tíma sínum með hundi. Það þarf ekki að vera þinn eigin hundur. Finndu einhvern sem á hund og fáðu að dekra við hann. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem verja tíu mínútum með hundi upplifa minni kvíða og meiri hamingju en áður.

5. Rýndu í laufblöð

Rannsóknir hafa sýnt að hið endurtekna mynstur sem finna má í náttúrunni hefur róandi áhrif á fólk eins og til dæmis mynstur sem finna má í laufblöðum, trjám eða skeljum. Mynstrið örvar framhluta heilans sem ýtir undir vellíðunartilfinningu.

mbl.is