Í konunglegu keleríi um borð í snekkju

Poppy Delevingne og gríski prinsinn virðast mjög ástfangin.
Poppy Delevingne og gríski prinsinn virðast mjög ástfangin. Samsett mynd

Breska fyrirsætan Poppy Delevingne sást njóta lífsins um borð í snekkju við sólarstrendur Ibiza á dögunum. Delevingne var í konunglegum félagsskap á partíeyjunni þar sem kærasti stjörnunnar, Konstantínus Alexios prins af Grikklandi, var með í för. Parið, sem hefur verið saman í nokkra mánuði, leit út fyrir að vera yfir sig ástfangið en 13 ár aðskilja Delevingne og Konstantínus. 

Fyrirsætan, 37 ára, og Konstantínus, 24 ára, virtust mjög innileg á ljósmyndum sem náðust af parinu um borð í snekkjunni. Ásamt kossum og knúsum sást parið einnig sóla sig og kæla sig í sjónum. Delevingne var stórglæsileg í Barbí-bleiku bikiníi en prinsinn var sumarlegur í blómaskreyttum sundbuxum. 

Konstantínus, sem var einn eftirsóttasti konunglegi piparsveinninn í Evrópu, er elsti sonur og annað barn Pavlos krónprins og Marie-Chantal krónprinsessu Grikklands. Hann er einnig barnabarn Konstantínusar II heitins, en hann var síðasti sitjandi konungur landsins. Konungsveldið í Grikklandi var formlega lagt niður árið 1974.

mbl.is