Dagsektir Brims til áfrýjunarnefndar

Höfuðstöðvar Brim.
Höfuðstöðvar Brim. mbl.is/​Hari

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Brim hf. hef­ur kært til áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála þá ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að beita fyr­ir­tækið dag­sekt­um vegna þess að fyr­ir­tækið hef­ur ekki skilað eft­ir­lit­inu öll­um þeim gögn­um sem kraf­ist var.

Eft­ir­litið er að vinna að gerð skýrslu fyr­ir mat­vælaráðuneytið um stjórn­un­ar- og eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi og þigg­ur greiðslu fyr­ir. Brim álít­ur samn­ing ráðuneyt­is­ins við eft­ir­litið ólög­mæt­an, enda eft­ir­lit­inu ekki heim­ilt að taka að sér verk­efni og fá greitt fyr­ir, enda sé því óheim­ilt að afla sér sér­tekna. Ráðuneytið geti einnig haft áhrif á efn­is­inni­hald skýrsl­unn­ar. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: