Margir kvöddu sumarið með því að sletta úr klaufunum þessa verslunarmannahelgi. Glatt var á hjalla víða um land og milt veður lék almennt um landann, þó stöku skúrir hafi gert vart við sig.
Á Akureyri fór fram hátíðin Ein með öllu og var mæting með eindæmum góð. Stemningin á Sparitónleikunum var eftir því.
Selfyssingum leið ekki síður vel á bæjarhátíð sinni. Líkt og sjá má á myndunum iðaði bærinn af lífi.
Loks var múgur og margmenni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Lögreglan þar hefur jafnvel tekið svo djarft til orða að um hafi verið að ræða einn fjölmennasta brekkusöng í manna minnum.
Á Sauðárkróki skemmtu ungmenni og fjölskyldur þeirra sér konunglega.