Þrjár líkamsárásir í Eyjum gær

Flugeldar.
Flugeldar. Mbl.is/Magnús Geir Kjartansson

Þrjár minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar og þrjú fíkniefnamál komu upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gær. Þá var einnig tilkynnt um eitt kynferðisbrot og er það í rannsókn. 

Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Telur lögreglan að jafnvel hafi aldrei verið fleiri saman komnir í brekkunni en í gær. Rólegt var fram eftir kvöldi og góður bragur yfir hátíðarsvæðinu.

„Í dag verða fjölmargir Þjóðhátíðargestir á heimleið og vill lögregla hvetja alla til þess að fara varlega og ökumenn til þess að setjast ekki undir stýri nema öruggt sé að viðkomandi sé allsgáður.“

mbl.is