Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkrókí nótt með með 771 tonna afla og er þetta mesti afli sem togarinn hefur landað á fiskveiðiárinu, samkvæmt skráningu Fiskistofu.
Fram kemur í færslu á vef FISK Seafood, sem gerir Arnar út, að aflaverðmætið sé um 300 milljónir króna.
„Við fórum frá Sauðárkróki 9. júlí og höfum verið að veiðum í fínu veðri allan túrinn, á Vestfjarðarmiðum og Suðvesturmiðum. Það hefur aðeins verið vart við ufsa og mikið af gullkarfa og ýsu. Það verður landað 19.500 kössum og 300 milljónum,“ segir Guðmundur Henry Stefánsson, skipstjóri á Arnari, um túrinn í færslunni.
Síðast landaði Arnar 6. júlí og nam aflinn þá 584 tonnum