Love Island-stjörnunar Kady McDermott og Ouzy See eru hætt saman, einungis nokkrum vikum eftir að þau yfirgáfu villuna fyrr í sumar. Nokkuð fjaðrafok hefur myndast í kringum meintan kærasta McDermott sem á að hafa beðið eftir henni heima hjá henni á meðan hún sleikti sólina á Mallorca. McDermott þvertekur þó fyrir að hafa átt kærasta þegar hún mætti í Love Island-villuna.
McDermott staðfesti sambandsslitin á Instagram-reikningi sínum á dögunum og segir þar að hún hafi fengið fregnir af slæmri hegðun See og þau séu nú því miður hætt saman. Fer hún ekki nánar út í hvað See gerði en segir hann vera einn sá indælasta sem hún hefur nokkurn tímann hitt. Hins vegar hafi hún ekki verið tilbúin til þess að halda sambandinu áfram.
See áréttaði á Instagram-reikningi sínum að sambandsslitin hefðu ekkert með meintan kærasta McDermott að gera, heldur hafi gjörðir hans verið ástæðan.