Sakar Svandísi um ógeðfelld vinnubrögð

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness og formaður Starfs­greina­sam­bands­ins, fagn­ar því að Hval­ur hafi ákveðið að bjóða starfs­fólki sínu vinnu yfir sum­arið þrátt fyr­ir að hval­veiðarn­ar hafi verið bannaðar.

Í færslu sem Vil­hjálm­ur birt­ir á Face­book-síðu sinni seg­ir hann ljóst að Hval­ur sé með þessu að sjá til þess að fyr­ir­tækið hafi starfs­fólk þegar hval­veiðibann­inu lýk­ur 1. sept­em­ber næst­kom­andi. Tel­ur hann ljóst að fyr­ir­tækið stefni að því að hefja veiðar þá.

„Rétt er að geta þess að sú vinna sem er í boði hjá Hval er ein­ung­is dag­vinna ef ég skil þetta rétt og nema þær launa­tekj­ur ein­ung­is brot af þeim tekj­um ef þetta ólög­lega tíma­bundna hval­veiðibann hefði ekki komið til,“ skrif­ar hann.

Rík­is­stjórn­in lifi ekki bann af

„Það verður fróðlegt að sjá hvort mat­vælaráðherra [Svandís Svavars­dótt­ir] ætli að halda áfram að ástunda ógeðfelld stjórn­sýslu­vinnu­brögð og heim­ila ekki veiðarn­ar 1. sept­em­ber eins og ráðherr­ann hef­ur nú þegar gefið í skyn að hún ætli sér að gera,“ skrif­ar hann.

Vil­hjálm­ur kveðst sann­færður um að rík­is­stjórn­ar­sam­starfið springi verði veiðarn­ar ekki leyfðar. „Annað er nán­ast úti­lokað.“

„Það er al­veg ljóst að Hval­ur er að und­ir­búa margra millj­arða skaðabóta­kröfu á hend­ur rík­inu. Það er bara spurn­ing hversu há hún verður, en það mun vænt­an­lega ráðast á því hvort veiðarn­ar verða heim­ilaðar 1. sept­em­ber eða ekki,“ skrif­ar hann.

mbl.is